Fréttaskýring: Ólíkar forsendur fyrir greiðsluskyldu

Skrifstofur EFTA í Brussel.
Skrifstofur EFTA í Brussel.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) eru samstiga um það að Íslendingum beri að greiða fyrir Icesave-innlánsreikninga Landsbanka Íslands en ekki um ástæðurnar. Þetta kemur fram í svörum sem borist hafa við fyrirspurnum Morgunblaðsins vegna málsins frá þessum tveimur stofnunum.

Eins og fram hefur komið lítur framkvæmdastjórnin svo á að engin ríkisábyrgð sé á bankainnistæðum samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins um innistæðutryggingar sem innleidd var hér á landi fyrir rúmum áratug. Hins vegar heldur framkvæmdastjórnin því fram að tilskipunin hafi ekki verið innleidd með viðunandi hætti þar sem stærð íslenska tryggingasjóðsins hafi ekki verið í hlutfallslegu samræmi við stærð fjármálageirans hér á landi. Slíkt geti leitt til skaðabótaskyldu.

Engar athugasemdir

Enginn af þeim sem Morgunblaðið hefur rætt við og tengjast málinu kannast hins vegar við að athugasemdir hafi borist frá ESA eða framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að staðið hafi verið rangt að málum hér á landi varðandi innistæðutryggingar.

Talsmaður framkvæmdastjórarinnar sagði réttilega í svörum sínum til Morgunblaðsins að það væri hlutverk ESA að fylgjast með innleiðingu slíkra gerða á Íslandi. Í svörum frá Xavier Lewis hjá lögfræðisviði ESA við því hvers vegna engar athugasemdir voru gerðar kemur hins vegar einfaldlega fram að í nálgun sinni við málið horfi stofunin aðeins til þess sem gerðist í kjölfar bankahrunsins en ekki í aðdraganda þess.

Íslenska ríkið ábyrgt

Röksemdafærsla ESA fyrir því að Íslendingum beri að greiða fyrir Icesave-innistæðurnar er sú að sögn Lewis að íslenski tryggingasjóðurinn hafi ekki greitt út lágmarkstryggingu til allra þeirra innistæðueigenda sem töpuðu innistæðum sínum í kjölfar bankahrunsins. Innistæðueigendur í Bretlandi og Hollandi hafi verið sviptir aðgangi að innistæðum sínum og þær síðan að lokum verið bættar af þarlendum tryggingasjóðum.

ESA segir að sú skylda hafi hvílt á íslenska ríkinu að sjá til þess að tryggingasjóðurinn gæti staðið við skuldbindingar sínar sem séu að bæta öllum innistæðueigendum tapaðar innistæður upp að þeirri lágmarkstryggingu sem kveðið er á um í tilskipuninni.

Grundvallarmunur

Grundvallarmunur er þannig á því hvaða forsendur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins annars vegar og ESA hins vegar telja vera fyrir því að íslenskum stjórnvöldum beri að greiða fyrir Icesave-innlánsreikningana miðað við svör stofnananna.

Ólík svör þeirra vekja óhjákvæmilega ýmsar spurningar. Meðal annars vekur athygli að ESA kjósi að horfa aðeins á það sem gerðist eftir bankahrunið en ekki fyrir það í ljósi þess að framkvæmdastjórnin telur að ekki hafi verið staðið rétt að innleiðingu tilskipunarinnar um innistæðutryggingar hér á landi fyrir hrun og þess eftirlitshlutverks sem ESA gegnir í því sambandi.

Þá virðast stofnanirnar tvær ekki vera samstiga gagnvart þeirri spurningu hvort ríkisábyrgð sé til staðar á bankainnistæðum.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fólk eigi að geta notað peninga

16:20 „Ég veit ekki til þess að þetta sé beinlínis bannað með lögum,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um greiðslufyrirkomulag hjá Air Iceland Connect. Flugfélagið tekur ekki við peningum í greiðslu fyrir flug heldur eingöngu kortum. Meira »

Áheitametið fallið

16:07 Áheitametið í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið frá því í fyrra er fallið og allt stefnir í að áheitin fari yfir 160 milljónir í ár en þau eru þegar komin í rúmlega 159 milljónir króna. Áheitasöfnunin verður opin til miðnættis á mánudag. Meira »

14 aukavagnar vegna álags

15:47 Það er óhætt að segja að mikið er um að vera hjá Strætó í dag, en að venju boðið er frítt far vegna menningarnætur. Þá er þetta mesti álagsdagur ársins hjá fyrirtækinu, að sögn Guðmundar Heiðars Helgasonar, upplýsingafulltrúa Strætó bs. Meira »

Taka ekki við peningum sem greiðslu

14:45 Flugfarþegar með innanlandsflugi Air Iceland Connect geta ekki greitt fyrir flugfarið með peningaseðlum. Eingöngu er tekið við greiðslum með kortum í afgreiðslunni. Þessi breyting tók gildi fyrir um ári síðan. Meira »

Eins og að fara í ræktina

14:28 Mannræktarstarfi frímúrara má líkja við það að stunda líkamsrækt. Þetta segir Valur Valsson stórmeistari Frímúrarareglunnar en í ár eru 45 ár liðin frá því að hann gekk í Regluna. Hann segir eðlilegar ástæður fyrir þeirri leynd sem starf frímúrara hefur verið sveipað í aldanna rás. Meira »

Ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnabrot

13:22 Þrír ungir Íslendingar hafa verið ákærðir fyrir að flytja rúm 16 kíló af kókaíni í gegnum Keflavíkurflugvöll í maí. Mennirnir eru fæddir árin 1996 og 1999 og hafa ekki áður komið við sögu hjá lögreglu. Meira »

Lampi úr fataafgöngum á tískuviku

13:20 Lampi og borð úr gömlum bómullar- og ullartextíl sem er pressaður saman verða meðal þess sem íslenska frumkvöðlafyrirtækið FÓLK mun kynna á alþjóðlegu stórsýningunni Maison & Objet sem fram fer í París 6.-10. september og er hluti af tískuvikunni þar í borg. Meira »

„Minni háttar sem betur fer“

12:38 „Þetta var minni háttar sem betur fer. Engin slys og vélin skemmdist lítið,“ segir Rúnar Árnason, forstöðumaður Flugakademíu Keilis. Kennslu­vél á veg­um akademíunnar hlekkt­ist á í lend­ingu á flug­vell­in­um á Flúðum í morg­un. Meira »

Arnar og Hólmfríður Íslandsmeistarar

12:25 Arnar Pétursson var fyrstur í mark í maraþoni Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, sem jafnframt er Íslandsmeistaramót í maraþoni og er Arnar því Íslandsmeistari fjórða árið í röð. Meira »

Hlekktist á við lendingu

12:02 Kennsluvél á vegum Keilis hlekktist á í lendingu á flugvellinum á Flúðum í morgun. Einn nemandi var um borð í vélinni en hann sakaði ekki. Meira »

Er ekki nóg að hafa hitt?

11:10 „Eins og flestum mun vera ljóst þá er það að missa barn eitthvað það þungbærasta sem hægt er að ímynda sér. Eitthvað sem enginn vill og enginn ætti að þurfa að lenda í. En lifi maður það af sjálfur verður það kannski til þess að maður kann betur að meta það sem vel hefur tekist til.“ Meira »

Átta nauðganir til rannsóknar

10:51 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakaði 42 kynferðisbrot, þar af átta nauðganir, á síðasta ári. Slík brot „voru nokkuð mörg“ að því er fram kemur í ársskýrslu embættisins. Rannsókn kynferðisbrotamálanna er í forgangi hjá embættinu og stefnt er að því að ljúka henni á 60 dögum. Meira »

„Ég er ekki sú sama og ég var“

10:39 „Það er erfitt að setja stiku á breytingarnar sem orðið hafa hjá mér sl. tvö ár. Ég er ekki sú sama og ég var, en hluti af mér er enn til staðar. Eftir að ég stóð upp og sagði frá því að ég væri með Alzheimer upplifði ég frjálsræði og skömmin sem ég upplifði af því að vera með sjúkdóminn hvarf,“ segir Ellý Katrín Guðmundsdóttir, sem greindist með Alzheimersjúkdóminn fyrir fjórum árum, þá 51 árs gömul. Meira »

Aldrei fleiri hlaupið 10 kílómetrana

10:23 Rúmlega sjöþúsund keppendur í 10 kílómetra hlaupi Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka hlupu af stað frá Lækjargötu á tíunda tímanum í morgun. Meira »

Miðborgin ein allsherjargöngugata

10:03 Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt. Meira »

Erill hjá lögreglu í nótt

09:14 Tilkynnt var um æstan einstakling í Hlíðahverfi í Reykjavík á tólfta tímanum í gærkvöldi, en eftir viðræður við lögreglu hélt hann sína leið. Þá voru þrír handteknir í miðbænum rétt fyrir miðnætti, grunaðir um innbrot í bifreið. Þeir voru allir vistaðir í fangageymslu í þágu rannsóknar málsins. Meira »

36. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hafið

08:40 Ræst var út í Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka í 36. sinn í Lækjargötu nú klukkan 8:40. Keppendur í heil- og hálfmaraþoni eru því lagðir af stað í 21 og 42 kílómetra hlaup. Meira »

Ræddu um að loka Hvalfjarðargöngum

08:18 Spennuþrungið ástand var fram eftir sumri 2018 þegar reynt var að ná samkomulagi við ríkið um hvernig staðið yrði að afhendingu ganganna í lok september, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bankastjóri gekk í hús

08:10 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, gekk í hús í nokkrum af þeim götum sem farið verður um í Reykjavíkurmaraþoninu ásamt samstarfsfólki sínu á fimmtudag og þakkaði fólki fyrir stuðninginn undanfarin ár. Meira »
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...