Tveir mótmæla við stjórnarráðsbygginguna

Sturla Jónsson með mótmælaspjald fyrir tveimur árum
Sturla Jónsson með mótmælaspjald fyrir tveimur árum mbl.is/Július

Sturla Jónsson, fyrrum frambjóðandi Frjálslynda flokksins og einn talsmanna atvinnubílstjóra, er við annan mann fyrir utan Stjórnarráðsbygginguna að dreifa brauðmolum. Með þessu vilja þeir mótmæla aðgerðum ríkisstjórnarinnar.

Í síðustu viku komu nokkrir mótmælendur saman fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar á þessum sama stað til að sýna Helgu Björk Magnúsar- og Grétudóttur stuðning en hún var handtekin fyrir framan Stjórnarráðið nýverið. Margir köstuðu, eins og Helga Björk, brauði í garð hússins. Það sama gerðu mótmælendurnir tveir í dag en ríkisstjórnarfundur stendur nú yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert