Tvær tillögur um málshöfðun

Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til að fjalla um skýrslu þingmannanefndarinnar …
Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til að fjalla um skýrslu þingmannanefndarinnar í dag. mbl.is/Ómar

Tvær þingsályktunartillögur voru lagðar fram á Alþingi nú síðdegis um málshöfðun gegn ráðherrum ásamt með skýrslu þingmannanefndar, sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og hvort ástæða væri til að kalla saman landsdóm. 

Meirihluti þingmannanefndar, þingmenn Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar,  leggur til að höfðað verði  sakamál fyrir landsdómi gegn fjórum fyrrverandi ráðherrum vegna refsiverðrar háttsemi þeirra í embættisfærslu sinni á árinu 2008. Um er að ræða Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra.

Þingmenn Samfylkingarinnar í þingmannanefndinni leggja til að höfðað verði mál gegn þremur fyrrverandi ráðherrum, þeim Geir, Ingibjörgu og Árna.  Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni standa ekki að þessum tillögum.

Skýrsla þingmannanefndarinnar

Þingsályktunartillaga VG, Framsóknarflokks og Hreyfingarinnar

Þingsályktunartillaga Samfylkingarinnar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka