Jón Gnarr gagnrýnir Kínverja

Jón Gnarr.
Jón Gnarr. Ómar Óskarsson

Jón Gnarr borgarstjóri Reykjavíkurborgar átti í dag fund með kínverskri sendinefnd sem hingað er komin meðal annars til að ræða um jarðvarma og náttúruvernd.  Í nefndinni situr meðal annars aðalritari kommúnistaflokksins í Peking og fyrrverandi borgarstjóri höfuðborgarinnar, Liu Qi.

Þeir Jón ræddu málin í ráðhúsinu í dag og greip Jón tækifærið til að afhenda kommúnistaleiðtoganum bréf þar sem hann mótmælti handtöku kínverska rithöfundarins og andófsmannsins Liu Xiaobo.  Xiaobo var prófesor við háskólann í Peking og hefur einnig verið gestakennari við fjölda erlendra háskóla, þar á meðal Óslóarháskóla og Kólumbíuháskóla í New York.  Xiaobo var handtekinn í Kína í júní í fyrra og dæmdur í 11 ára fangelsi fyrir niðurrifsstarfsemi.

Jón Gnarr greinir frá því á Fésbókarsíðu borgarstjóra að hann hafi afhent kollega sínum frá Kína mótmælabréfið. Þá bárust þau tíðindi frá borgarstjórn Reykjavíkurborgar í kvöld að hafin sé undirbúningur skrúðgöngu gegn kynþáttafordómum sem haldin verður næsta laugardag í miðborginni til stuðnings kúbverskum feðgum sem flýja þurftu land vegna ofsókna.

Bréfið 

Mannréttindasamtök um allan heim hafa fordæmt fangelsun Liu Xiaobo og …
Mannréttindasamtök um allan heim hafa fordæmt fangelsun Liu Xiaobo og nú hefur Jón Gnarr bæst í hópinn. TYRONE SIU
mbl.is

Bloggað um fréttina