Þarf fólk að setja loftnetsgreiður aftur á þökin?

Köttur sýnir loftnetsgreiðu óvenjulegan áhuga.
Köttur sýnir loftnetsgreiðu óvenjulegan áhuga. mbl.is/Ásdís

Ný þjónusta Símans, Ljósnet, á smám saman að koma í stað Breiðvarpsins. Ljósnetið mun uppfylla allar kröfur sem stafrænt sjónvarp gerir um bandbreidd, gagnvirkni, háskerpu og þrívíddarsjónvarp.

Gagnrýnt hefur verið að framvegis geti þeir, sem aðeins vilja notfæra sér sjónvarpssendingar Ríkisútvarpsins og láta nægja að borga grunngjald af fastlínusíma, það ekki nema þeir kaupi nýja og mun dýrari þjónustu.

Þeir verði nú að nota loftnetsgreiðu, ætli þeir sér að horfa áfram frítt á útsendingar RÚV, en víða er búið að fjarlægja slík tæki af þökum. Á nýjum húsum eru einnig oft engin loftnet, enda stafræn tækni framtíðin, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert