„Í bráðri hættu vegna ofneyslu á transfitusýrum“

Djúpsteikingarfeiti inniheldur gjarnan transfitusýrur.
Djúpsteikingarfeiti inniheldur gjarnan transfitusýrur. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland er í 8. sæti á lista 24 þjóða rannsóknar á magni transfitusýru í völdum fæðuflokkum. Engar reglur eru í gildi um leyfilegt magn hertrar fitu í matvælum og engar reglur eru til um merkingar matvöru varðandi magn þessarar fitu. Neytendum er því ekki gefinn kostur á að forðast transfitusýrur þó að vilji sé fyrir hendi.

Þetta kemur fram í tillögu til þingsályktunar um setningu reglna um hámarksmagn transfitusýra í matvælum. Fyrsti flutningsmaður er Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, en einnig standa að baki Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar, og Álfheiður Ingadóttir og Þuríður Bachman, þingmenn Vinstri grænna.

Á bekk með Bandaríkjunum

Í þingsályktunartillögunni er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra gert að hefja undirbúning að setningu reglna um að hámarksmagn transfitusýra í matvælum verði tvö grömm í hverjum hundrað grömmum af fitumagni vörunnar.

Í greingerð með tillögunni segir að neysla á transfitusýrum auki líkur á hjarta- og æðasjúkdómum mun meira en neysla á mettaðri fitu, sem þó er vel þekktur áhættuvaldur fyrir slíka sjúkdóma. Að auki auki neysla hertrar fitu/transfitusýra hættu á offitu og sykursýki tvö. Líkur á hjarta- og æðasjúkdómum eru þá taldar aukast um 25% ef neytt er fimm grömmum af hertri fitu á dag. Auðvelt sé að fá margfalt það magn eingöngu í einni máltíð.

Þá er vitnað í ofangreinda rannsókn sem Steen Stender, yfirlæknir á Gentofte Hospital í Danmörku, framkvæmdi á magni transfitusýra í völdum fæðuflokkum; skyndibita, kexi, kökum og örbylgjupoppi.

Efst á lista Stender er Ungverjaland með 42 grömm í hverjum hundrað grömmum. Þar fyrir neðan eru Tékkland, Pólland, Búlgaría og Bandaríkin. Í áttunda sæti er Ísland með 35 grömm í hverjum hundrað grömmum, þ.e. einu grammi minna en Bandaríkin.

Þess má geta að Norðurlandaþjóðirnar skipa neðstu sæti listans og Danmörk sker sig úr í neðsta sæti með 0,4 grömm á hver hundrað grömm. „Það vekur óneitanlega athygli að Ísland skuli raða sér á bekk með Austur-Evrópuþjóðum og Bandaríkjamönnum í þessum efnum og tróna á toppnum þegar Norðurlandaþjóðirnar eru skoðaðar,“ segir í greinargerðinni og einnig að yfirlæknirinn fullyrði að transfitusýrur séu ágætar í skóáburð og koppafeiti en eigi ekkert erindi í matvæli sem ætluð eru til manneldis.

Sambærilegar reglur og í Danmörku

Bent er á að Danir settu árið 2003 reglur sem kveða á um að það feitmeti sem reglurnar ná til megi ekki innihalda meira en tvö grömm af transfitusýrum í hverjum hundrað grömmum af fitu. Danmörk er fyrsta landið í heiminum til að setja takmarkandi reglur um iðnaðarframleiddar transfitusýrur í matvælum og gilda þær einnig um innflutt matvæli. Brot á reglunum geta kostað tveggja ára fangelsi.

Bandaríkjamenn hafa valið þá leið að setja reglugerð um merkingar á matvælum þannig að hlutfall transfitusýra/hertrar fitu komi skýrt og greinilega fram á umbúðum og síðan er neytendum gert að velja hvort þeir neyta matvælanna eða ekki.

Með þingsályktunartillögunni er því beint til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að setja reglur, sambærilegar þeim dönsku, „enda má ætla að fjölmargir Íslendingar séu í bráðri hættu vegna ofneyslu á transfitusýrum.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hótaði þjálfara vegna dóttur sinnar

06:10 Móðir fatlaðrar konu hefur verið ákærð fyrir líflátshótun gegn þjálfara dóttur sinnar. Í Fréttablaðinu í dag um málið kemur fram að umræddur þjálfari sé grunaður um að hafa brotið kynferðislega gegn þroskaskertum konum sem hann þjálfaði. Meira »

Sigurður leiðir lista Miðflokksins

06:01 Sigurður Þ. Ragnarsson, veður- og jarðvísindamaður, skipar oddvitasæti lista Miðflokksins í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í maí. Bjarney Grendal Jóhannesdóttir grunnskólakennari er í öðru sæti listans. Meira »

Ók útaf við Vífilsstaðavatn

05:54 Skömmu fyrir klukkan fjögur í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um útafakstur bifreiðar við Elliðavatnsveg nærri Vífilsstaðavatni. Meira »

Borgari stöðvaði þjóf

05:52 Almennur borgari stöðvaði mann sem var að stela reiðhjóli við Grettisgötu í nótt.  Meira »

Hjólastígar samræmdir

05:30 Unnið er að samræmingu á hönnun hjólastíga í öllum sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og endurbótum á stígakerfinu. Einnig á vetrarþjónusta að vera sú sama hvar sem hjólað er. Þá er áhugi á að draga úr hraða og bæta hjólamenninguna. Meira »

Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

05:30 Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011. Meira »

Vilja breytingar í samfélaginu

05:30 Hópur sjálfstæðismanna í Vestmannaeyjum, sem óánægður er með framboðsmál flokksins vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor, kom saman til lokaðs fundar í gærkvöldi. Meira »

Flak skipsins kemur upp úr sandi

05:30 Leifar flutningaskipsins Víkartinds eru nú sjáanlegar í Háfsfjöru við Þjórsárósa þar sem skipið strandaði fyrir tuttugu árum. Botn skipsins, kjölur og skrúfa eru nú komin upp úr sandinum sem hefur falið járnið í tuttugu ár. Meira »

Leiga hækkar meira en laun

05:30 Nýbirtar tölur Þjóðskrár sýna að vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 1,9% í febrúar.  Meira »

Flokkað sorp verði oftar hirt

05:30 Gera þarf betur í flokkun á sorpi í Reykjavík auk þess sem fjölga ætti sorphirðudögum í Grafarvogshverfi úr tveimur í þrjá í hverjum mánuði. Meira »

Framkvæmir fyrir 1,7 milljarða

05:30 Útboðsgögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda á vegum Bandaríkjahers á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli voru birt í gær, 22. mars. Meira »

Tekjur skila ekki stofnkostnaðinum

05:30 Í svari umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, við fyrirspurn Birgis Þórarinssonar um hreinlætisaðstöðu í Dyrhólaey á Alþingi 19. mars síðastliðinn kom fram að Umhverfisstofnun gerir ekki ráð fyrir því að þjónustugjald, að upphæð 200 kr., geti skilað stofnkostnaði til baka. Meira »

Stefnt að sókn á öllum sviðum

Í gær, 23:25 „Þessi stefna ber með sér að það árar vel hjá ríkinu og það er stefnt að sókn á öllum sviðum á sama tíma og skuldir lækka,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í samtali við mbl.is um nýsamþykkta fjármálastefnu ríkisins. Meira »

Ómar leiðir lista Fyrir Kópavog

Í gær, 21:30 Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Kópavog var samþykktur í netkosningu félagsmanna dagana 20.-21. mars. Ómar Stefánsson leiðir listann. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Listasafn á hjara veraldar

Í gær, 22:03 Aðeins fjórtán dagar eru eftir í söfnun Félags um Listasafn Samúels í Selárdal. Söfnuninni lýkur á miðnætti þann 4. apríl og vantar um 33% upp á það fjármagn sem þarf fyrir næsta áfanga í endurreisn þessa einstaka safns á hjara veraldar. Meira »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
ÞÝSKAR STURTUKERRUR OG FJÖLNOTAKERRUR
Sturta aftur og til beggja hliða, lengdir 305,405,502 og 611 cm 1350 til 3500 kg...
Stúdíóíbúð
Litil stúdíóíbúð í kjallara nálægt miðbæ fyrir einstakling. Sameiginlegt bað, þv...
 
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...