Almenningur sé upplýstur um „njósnasveitina“

Álfheiður Ingadóttir.
Álfheiður Ingadóttir. mbl.is

Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna hefur lagt fram fyrirspurn til dóms- og mannréttindaráðherra vegna njósna Bandaríkjamanna um mannaferðir við Laufásveg í Reykjavík. Sendiráðið hefur staðfest að eftirlitssveit sé starfrækt á Íslandi líkt og við allar starfsstöðvar Bandaríkjanna um allan heim. 

Nú þegar þetta hefur verið staðfest segir Álfheiður að við blasi að stjórnvöld verði að gera grein fyrir því hvort og þá hvenær þau vissu af tilvist „njósnasveitarinnar". Þá sé nauðsynlegt sé að upplýsa almenning um eðli starfseminnar, sem felst meðal annars í því að skrá persónuupplýsingar í SIMAS-gagnagrunn bandarískra stjórnvalda.

Álfheiður leggur því eftirfarandi fyrirspurn  fyrir dóms- og mannréttindaráðherra:

  1. Hversu lengi hefur „eftirlitssveit" á vegum Bandaríkjastjórnar eða sendiráðs Bandaríkjamanna í Reykjavík starfað hér á landi?
  2. Hafa stjórnvöld eða lögregluyfirvöld haft vitneskju um starfsemina og þá síðan hvenær?
  3. Hversu margir starfsmenn vinna við þessa iðju og hvar eru þeir staðsettir?
  4. Hvaða svæði er vaktað?
  5. Hvers kyns heimildir hafa verið veittar fyrir þessa starfsemi Bandaríkjamanna, hver veitti heimildina og hvenær?
  6. Hafa Bandaríkjamönnum eða starfsmönnum þeirra verið veitt tilskilin leyfi, m.a. Persónuverndar, til að safna upplýsingum um íslenska ríkisborgara og skrá í gagnagrunn sem rekinn er á vegum erlends ríkis?   
  7. Hvaða reglur gilda um geymslu og eyðingu þeirra gagna sem safnað er á vegum „eftirlitssveitarinnar" og skráð eru í SIMAS-gagnagrunn bandarískra stjórnvalda?
  8. Hvernig er eftirliti íslenskra stjórnvalda með þessari starfsemi háttað?
  9. Telur dóms- og mannréttindaráðherra að starfsemi sveitarinnar standist lög og að mannréttindi og persónufrelsi íbúa í nágrenni bandaríska sendiráðsins séu virt?
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert