Heitir því að beita ekki hryðjuverkalögum á NATO þjóð

Liam Fox varnarmálaráðherra Bretlands
Liam Fox varnarmálaráðherra Bretlands Reuters

Liam Fox, varnarmálaráðherra Breta, segir að hryðjuverkalögum verði ekki aftur beitt gegn bandalagsþjóð eins og gert var þegar íslensku bankarnir féllu haustið 2008. Í viðtali við norska blaðið Aftenposten segir hann þessar aðfarir óheflaðar. Fyrirsögn viðtalsins er: Siger sorry til Island, eða Biður Íslendinga afsökunar.

Hann sagði aðspurður í viðtalinu við Aftenposten að framkoma breskra stjórnvalda er Verkamannaflokkurinn var við völd, gangvart Íslendingum hafi verið óhefluð. Hann heitir því að hryðjuverkalögum verði ekki beitt framar gegn bandalagsþjóð líkt og gerðist með Ísland.

Viðtalið við Fox í Aftenposten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert