Óttast að upp úr muni sjóða

Lilja Mósesdóttir.
Lilja Mósesdóttir.

Lilja Mósesdóttir, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag að hún óttaðist að að upp úr muni sjóða innan skamms vegna efnahagsástandsins. Þá sagði hún að fjárlánastofnanir væru í auknum mæli að taka að sér hlutverk velferðarstofnana með því að veita einstaklingum ölmusuafskriftir.

Lilja sagðist vara við frekari niðurskurði í ríkisfjármálum og hvatti jafnframt til þess, að tekið verði á skuldavanda bæði heimila og lítilla og meðalstórra fyrirtækja.

„Því ég óttast að upp úr muni sjóða fljótlega. Skuldsett heimili upplifa núna mikið óréttlæti í kjölfar bankahrunsins og margir finna fyrir því, að greiðsluvilji heimila fer þverrandi dag frá degi.  Við höfum aldrei séð jafnmikil vanskil í bankakerfinu og nú þrátt fyrir ótal skuldaúrræði fyrir þá sem eru verst settir og hvatningu til skuldsettra heimila að nota framtíðarlífeyrissparnað sinn til að greiða niður lán, sem í raun eru töpuð lán en bankakerfið hefur ekki fengist til að afskrifa," sagði Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert