Gunnar játi og segi af sér

Ásta Knútsdóttir.
Ásta Knútsdóttir.

„Það sem við viljum sjá gerast er að Gunnar sjái að sér og játi brot sín, hann biðji konurnar fyrirgefningar, segi af sér og leiti sér hjálpar,“ segir Ásta Knútsdóttir, talskona kvenna sem hafa sakað Gunnar Þorsteinsson í Krossinum um kynferðislega áreitni.

Í gær var haft eftir Sigurbjörgu Gunnarsdóttur, dóttur Gunnars Þorsteinssonar og málsvara safnaðarins, að um skipulega rógsherferð gegn Gunnari væri að ræða. Ásta vísar því á bug. „Það er enginn fótur fyrir því,“ segir hún.

Í frétt í Morgunblaðinu í dag, bætir Ásta við, að málið hafi farið úr þeirra höndum þegar Gunnar hafi farið í fjölmiðla og talað um hóp kvenna sem væri að ásaka hann. Konurnar, sem hefðu hist, hefðu komið hver úr sinni átt og aldrei ætlað sér að fara með málið í fjölmiðla. Þær hafi aðeins verið að deila reynslu sinni, uppörva hver aðra og byrja að vinna úr þessum gamla sársauka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert