Ættu að viðurkenna níðpóstana

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. mbl.is

„Lilja Mósesdóttir hefur trúað okkur fyrir þessari aðför að henni og oft á tíðum komið til okkar miður sín út af henni. Það er ekki bara í gegnum tölvupósta heldur nægir að hlusta hvernig er til dæmis hrópað að henni í þingsal,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar.

„Þetta er ekki einhver tilbúningur í henni eða Morgunblaðinu.“

- Er öruggt að hluti þessara pósta komi frá Samfylkingunni?

„Já,“ segir Birgitta sem kveðst ekki hafa séð póstana sjálf og geti því ekki tjáð sig um hverjir sendu þá.

Ljótt að gangast ekki við póstunum

„Mér finnst svo ljótt þegar fólk sendir svona frá sér, hvort sem það er til fjölmiðla eða í svona póstum, að það gangist ekki við því að hafa gert það. Alltaf þegar að það er svona átroðsla á aðra fyrir þeirra skoðanir, eins og var í tengslum við kosningar í kringum ESB-umsóknina, misbýður mér það. 

Það var alveg makalaust að horfa upp á það þá. Ég steig þá fram því mér var svo misboðið. Ég var nýbyrjuð á þessum vinnustað og hafði aldrei séð svona aðferðir á neinum stað sem ég hafði unnið á. Þá er ég að tala um hvernig nokkrir þingmenn voru teknir fram á gang og þeim hótað. Björgvin [G. Sigurðsson] og Jóhanna [Sigurðardóttir] tóku þingmenn fyrir og sögðu við þá að ef þeir kysu ekki með þessu frumvarpi myndu þeir fella fyrstu vinstri stjórnina.“ 

Ótæk framkoma gagnvart Lilju

- Hvað finnst þér um framkomuna gagnvart Lilju?

„Mér finnst hún ótæk. Ég hef sjálf lent í svona framkomu. Það er mjög lítið umburðarlyndi fyrir því að fólk sé ekki eins og hinir. Það sýnir ákveðinn vanþroska í mannlegum samskiptum ef að fólk má ekki hafa sjálfstæðar skoðanir - fyrir utan að við skrifum undir drengskapareið um að fylgja sannfæringu okkar á þessum vinnustað. Það var mikið talað um það í aðdraganda kosninga að fólk eigi að fylgja sannfæringu sinni. Það er nú ekki eins og Lilja hafi ákveðið að gera þetta án þess að reyna virkilega í sínum flokki að tryggja að það væri hlustað á hennar tillögur,“ segir Birgitta og á við þá ákvörðun Lilju að styðja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. 

„Ef það er einhver í Vinstri grænum og Samfylkingunni sem hefur sérhæft sig í að skoða þessa hluti út frá sinni fagþekkingu, eins og áhrif Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á ríkisfjármál og annað, að þá er það Lilja Mósesdóttir.

Því finnst mér ótrúlegt að hluta á Árna Þór Sigurðsson í Kastljósinu í gær um að þeir hefðu ekki viljað fara þá leið að skattleggja séreignasparnaðinn vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið með sambærilegar tillögur. Þetta gengur ekki. Fólk verður að komast yfir þetta mikla hatur á milli flokkanna. Við getum ekki starfað í svona umhverfi og þetta er bara mjög barnsleg hegðun.

Árni Þór nánast sýnir Lilju fyrirlitninu, eins og í þessu viðtali í Kastljósi í gær. Maður horfir á það og hugsar með sér „Þetta er þá þingflokksformaðurinn sem hún á að líta til ef aðrir eru að brjóta á henni á þessum vinnustað. Það er ekki skrýtið að þingið virki ekki eins og vinnustaður því það hefur enga eðlilega vinnustaðaumgjörð,““ segir Birgitta.

Dr. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og þingmaður Vinstri grænna.
Dr. Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og þingmaður Vinstri grænna. mbl.is/Ásdís
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »

Drottningin langa bakkaði að bryggjunni

07:37 Það fjölgaði mjög í höfuðborginni í gærmorgun þegar farþegar skemmtiferðaskipsins Queen Mary 2 stigu frá borði og lögðu af stað í skoðunarferðir. Farþegarnir eru alls 2.630 og fóru þeir flestir í skipulagðar ferðir. Meira »

Eignarhaldið virðist vera á huldu

07:30 Hér um bil 60 jarðir á Íslandi eru komnar í eigu erlendra fjárfesta og viðskiptafélaga þeirra. Talningin byggist á fasteignaskrá og fréttum og gæti talan verið hærri. Með kaupunum hafa fjárfestarnir eignast stór svæði í nokkrum landshlutum og tilheyrandi veiðiréttindi. Meira »

Loftrýmisgæsla NATO hefst á ný

05:30 Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins.  Meira »

Nú hillir undir byggingu ódýrari íbúða

05:30 Sex aðilar hyggjast hefja byggingu á ódýrari íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur á næstunni, ef áform og fjármögnun ganga eftir. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Ákvörðunin kemur á óvart

05:30 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS), kom af fjöllum spurð hvort það setti ekki þrýsting á SÍS að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að greiða öllum starfsmönnum sínum 105 þúsund króna eingreiðslu 1. ágúst, vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Útboð vegna Stjórnarráðslóðar stendur

05:30 Minjastofnun Íslands fékk í síðustu viku umsókn um rannsóknarleyfi á Stjórnarráðsreitnum frá VG-fornleifarannsóknum, sem eru undirverktaki hjá Hellum og lögnum ehf. sem buðu lægst. Meira »

Orkupakkamálið líklegasta skýringin

05:30 Samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR mælist fylgi Sjálfstæðisflokksins nú 19%. Er þetta minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í könnun MMR til þessa. Meira »

Leki á tveimur stöðum á Seltjörn

05:30 Leki kom upp á tveimur stöðum á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi sem vígt var í febrúar. Kristján Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vigdísarholts, félags á vegum ríkisins sem rekur Seltjörn, segir að aðeins sé um smit að ræða sem sé óverulegt og trufli ekki starfsemina. Meira »

Bræðurnir vissu ekki hvor af öðrum

05:30 Natan Dagur Berndsen, 10 ára íslenskur strákur, hitti hálfbróður sinn, Isak Ahlgren, í fyrsta sinn í Svíþjóð í fyrradag. Natan Dagur, Isak og 10 ára drengur í Danmörku eru allir getnir með gjafasæði sama manns. Meira »

Fjölmenn skötumessa

Í gær, 23:12 „Þetta var ótrúlega magnað, það hafa aldrei áður mætt svona margir,“ sagði Ásmundur Friðriksson, alþingismaður og frumkvöðull Skötumessunnar í Garðinum. Fjölmennasta Skötumessan til þessa var haldin á miðvikudagskvöld í Miðgarði Gerðaskóla. Meira »

Malbikunin gengið „gríðarlega vel“

Í gær, 22:32 Áætlað er að malbikun á Hellisheiði ljúki um kl. 4 í nótt og verður þá opnað fyrir alla umferð bæði til austurs og vesturs.   Meira »

Sér ekki eftir ákvörðunum Isavia

Í gær, 21:58 „Vélin er farin, ekki af því að við gerðum eitthvað rangt, heldur út af því að héraðsdómur úrskurðaði með röngum hætti,“ segir Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia í samtali við mbl.is. Hann segist ekki sjá eftir þeim ákvörðunum sem Isavia hafi tekið í málinu. Meira »

Æðardúnninn sama gamla kókaínið

Í gær, 21:22 Bandarískur rithöfundur nokkur er allra manna meðvitaðastur um að góð vísa er aldrei of oft kveðin. Hann slær því upp í blöðum æ ofan í æ, nú í Guardian, að íslenskur æðardúnn sé kókaín Íslendinga. Meira »
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...
Bókaveisla
Bókaveisla Bókaveisla- 50% afsláttur af bókum hjá Þorvaldi í Kolaprtinu. Allt á ...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...