Bannað að miðla eftirlitsmyndum

Persónuvernd hefur kveðið upp tvo úrskurði um að miðlun mynda úr eftirlitsmyndavélum af meintum búðaþjófum í verslunum í eigu Haga hf. annars vegar og Norvikur hf. hins vegar til félaga í þeirra eigu, hafi verið óheimil. 

Í úrskurðunum kemur m.a. fram að fyrirtækjunum sé heimilt að verja hendur sínar með því að viðhafa almennt eftirlit í þágu öryggis og eignavörslu, s.s. með notkun eftirlitsmyndavéla. Þau geti eftir því sem þörf krefur miðlað upplýsingum sem þannig fást um refsivert afhæfi, slys o.þ.h. til lögreglu. Uppljóstran sakamála og refsivarsla sé hins vegar á hendi lögreglu og það sé ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka það hlutverk að sér. Í báðum málunum var miðlun myndanna talin hafa verið félögunum óheimil.

Stórt safn mynda

Mál Haga, sem m.a. á verslunina Zöru í Kringlunni, kom til kasta Persónuverndar vegna kvörtunar konu yfir notkun mynda af henni í verslun Zöru. „Athugun á því máli leiddi ekki í ljós að til væru myndir af henni þar og taldi Persónuvernd þá ekki vera efni til sérstakrar umfjöllunar um mál konunnar. Var það þá fellt niður. Við rannsókn þess máls hafði hins vegar komið í ljós að hjá Högum fór fram umtalsverð vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga, þ.e. mynda af fólki sem talið var hafa hnuplað úr verslunum, og að Hagar hefðu m.a. sent slíkar myndir til Zöru. Ákvað Persónuvernd þá að kanna það nánar,“ segir í úrskurði Persónuverndar.

Starfsmenn Persónuverndar heimsóttu verslunina Zöru og öryggisdeild Haga og kom í ljós að í tölvu í verslun Zöru var margar myndir að finna. „Þá var einnig stórt safn mynda að finna hjá öryggisdeild Haga. Um var að ræða myndir úr eftirlitsmyndavélum. Í versluninni Zöru var rætt við yfirmenn. Að þeirra sögn höfðu myndirnar verið sendar þangað með rafrænum hætti frá Högum sem sagt var að héldi utan um upplýsingar um einstaklinga sem talið var að hefðu hnuplað úr verslunum,“ segir í úrskurðinum.

Í bréfi lögmanns Haga til Persónuverndar, sem ítarlega er rakið í úrskurði Persónuverndar, kemur m.a. fram að þjófnaður í verslunum sem heyra undir Haga sé vaxandi vandamál. Mikilvægt sé að viðhafa þetta eftirlit ekki síst vegna öryggis starfsfólks.

Myndir hengdar upp á veggi

Mál Norvikur bar þannig að, að Persónuvernd bárust kvartanir einstaklinga yfir notkun mynda af þeim í Nóatúnsverslunum, sem eru í eigu Norvikur. „Athugun Persónuverndar á málum þessara kvartenda leiddi ekki í ljós að unnið hefði verið með myndir af þeim. Voru því ekki talin efni til frekari umfjöllunar um þeirra mál. Við meðferð málanna hafði hins vegar komið í ljós að í umræddum verslunum var umtalsvert magn mynda af fólki sem talið var hafa tekið vörur ófrjálsri hendi. Í vettvangsheimsókn í Nóatúnsverslun að Hringbraut 121 reyndust allmargar myndir vera hengdar upp á veggi og í Nóatúni 18 var fjöldi mynda í harðspjaldamöppum. Myndirnar voru sagðar hafa komið frá Norvík hf.,“ segir í umfjöllun Persónuverndar.

Í bréfi Norvikur til Persónuverndar segir m.a. að verslunarstjóri í sérhverri verslun hafi aðgang að skjá sem sýnir lifandi myndir úr myndavélum í hans verslun, í þeim tilgangi að geta haft yfirsýn yfir það sem þar á sér stað hverju sinni, sjá þegar viðskiptavinur kemur inn í verslunina o.s.frv. Engin viðvarandi eða reglulega endurtekin vöktun eigi sér stað með þessum aðgangi verslunarstjóranna og hann sé ekki nýttur til neins konar eftirlits með einstaklingum.

Engin miðlun myndefnis úr umræddu eftirlitsmyndavélakerfi, eða upplýsingum um mál í tilefni af slíku, hafi verið miðlað til annarra félaga en þeirra sem eru í eigu Norvíkur hf.

Uppljóstrun sakamála á hendi lögreglu

Í úrskurði Persónuverndar í þessum málum segir að miðlun myndanna verði að uppfylla ákvæði laga um persónuvernd. Ekkert liggi fyrir um að miðlun myndanna eigi sér stoð í þeim lögum.

Vinnsla mynda úr eftirlitsmyndavélum geti hins vegar verið heimil að uppfylltum skilyrðum um myndefnivegna vöktunar „verði ekki afhent öðrum eða unnið frekar nema með samþykki þess sem upptaka er af eða samkvæmt ákvörðun Persónuverndar. Heimilt er þó að afhenda lögreglu efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað, en þá skal þess gætt að eyða öllum öðrum eintökum af efninu. Að baki þessu ákvæði býr m.a. sú grunnregla íslensks réttar að uppljóstran sakamála og refsivarsla er á hendi lögreglu og það er t.d. ekki á valdi einstakra hlutafélaga að taka með einhverjum hætti að sér þetta hlutverk ríkisvaldsins,“ segir í niðurstöðu Persónuverndar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »
Múrverk
Múrverk sími 8919193...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...