Dýrara að ferðast með strætó

Strætó
Strætó

Vagnar Strætó aka samkvæmt áætlun á helgidögum í dag og er þetta fyrsti dagur ársins sem vagnarnir aka. Fargjöld strætó hækka á morgun og kostar eitt fargjald nú 350 krónur í stað 280 krónur fyrir áramót. Jafnframt er dregið úr akstri strætó seint á kvöldin en sú breyting tekur væntanlega gildi í næsta mánuði.

Stjórn Strætó samþykkti í síðasta mánuði að hækka fargjöld í fyrsta sinn frá því í janúar 2007. Þetta er gert til að mæta því að fargjaldatekjur Strætó hafa rýrnað um u.þ.b. helming að raunvirði frá stofnun Strætó bs. árið 2001 þar sem fargjöld hafa ekki haldið í við almenna verðlagsþróun frá þeim tíma.

Eigendur Strætó bs., sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, munu jafnframt draga úr framlögum sínum til Strætó bs. á næsta ári. Gert er ráð fyrir að framlögin lækki um 5% milli áranna 2010 og 2011 og þar sem framlög eigendanna eru um 83% af tekjum Strætó bs. þýða minni framlög að hagræða þarf í rekstri. Til að mæta því verður dregið úr þjónustu á þeim tíma sem fæstir nota strætó, segir á vef Strætó.

Fargjöld Strætó munu hækka á bilinu 5% til 25%. Minnst hækkun verður á 20 miða kortum barna og ungmenna.

Eldri borgara afsláttur miðast við 70 ár ekki 67 ár líkt og áður

Einnig verður ákveðin kerfisbreyting á fargjöldum 6 – 18 ára. Þessi aldurshópur mun ekki lengur geta keypt stakt fargjald í strætisvögnum á sérstöku verði, en sú nýjung var tekin upp árið 2007 að börn og ungmenni gátu keypt staka ferð á 100 krónur. Börnum og ungmennum mun hins vegar áfram bjóðast sérstök 20 miða kort, þar sem börn 6-12 ára greiða 40 krónur fyrir ferðina (6,7% hækkun) og ungmenni 12-18 ára 105 krónur fyrir ferðina (5% hækkun). Jafnframt verður gerð sú breyting að afsláttur eldri borgara mun miðast við 70 ára aldur í stað 67 áður.

Fjölga vögnum á annatíma

„Þjónustuaðlögun Strætó miðast við þann tíma sem fæstir nota strætó, þ.e. að kvöldi til og að morgni um helgar. Hins vegar verður ekki dregið úr akstri að degi til virka daga og þannig reynt að tryggja að þjónustuaðlögunin hafi áhrif á eins fáa notendur strætó og hægt er.

Ennfremur er gert ráð fyrir að Strætó muni bregðast við aukinni eftirspurn á annatímum með aukinni notkun stærri strætisvagna og fleiri viðbótarvagna þegar flestir eru á ferðinni. Nánari útfærsla á þjónustuaðlögun verður kynnt síðar, en gert er ráð fyrir að hún komi til framkvæmda í febrúar," segir á vef Strætó.


Farmiða barna og ungmenna má panta á Strætó.is og fá senda heim eða sækja þá á sölustöðum á Hlemmi eða í Mjódd. Farmiðana má einnig kaupa á Hlemmi og í Mjódd, í Kringlunni og Smáralind, ákveðnum íþróttamiðstöðvum og sundlaugum og fleiri útsölustöðum. Ítarlegan lista útsölustaða má jafnframt finna á vef Strætó

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Litlar líkur á að fiskur hafi sloppið

05:30 Matvælastofnun telur, á grundvelli ljósmynda og annarra gagna sem henni hafa borist, meðal annars lýsingum kafara, að litlar líkur séu á því að fiskur hafi sloppið úr sjókvíum fyrirtækisins í síðustu viku í kjölfar tjóns á tveimur kvíum. Önnur er í Arnarfirði en hin í Tálknafirði. Meira »

Lendi á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

„Átti von á að það yrði kaldara“

Í gær, 21:30 Veðrið hefur gert mörgum lífið leitt í dag. Fjölmargir ferðamenn eru staddir á landinu og þeir létu rok og rigningu ekki stöðva sig í að skoða sig um í bænum. Mæðgurnar Patricia Schaeffer og Dana McDonald eru í heimsókn frá Boston og þær segja veðrið ekki hafa haft mikil áhrif á ferðalagið. Meira »

690 dómar kveðnir upp í Hæstarétti

Í gær, 20:35 690 dómar voru kveðnir upp í Hæstarétti á árinu 2017. Er það nokkru minna en undanfarin ár, en þeir voru 762 í fyrra. Þetta kemur fram í ársskýrslu Hæstaréttar, sem kom út í dag. Ástæða fækkunarinnar er sú að dómurum við réttinn fækkaði um tvo í september í fyrra. Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 21:21 Fyrsti vinningur í Víkingalottóinu gekk ekki út í kvöld en í pottinum voru um 2,2 milljarðar króna.  Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

Í gær, 20:31 Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
Húsgagnaviðgerðir og bólstrun
Ég tek að mér viðgerðir og bólstrun á gömlum og nýjum húsgögnum. Starfsemin fer ...
Peningaskápur eldtraustur
Til sölu VICTOR peningaskápur Hæð,99 cm breidd,58 cm kr.48 þúsund. uppl. sulu...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna í Skóga- o...