Vilja göng undir Fjarðarheiði

mbl.is/Steinunn

 
Bæjarstjórn Seyðisfjarðar samþykkt í gær ályktun þar sem segir, að það ástand, sem hafi verið hefur í samgöngum við Seyðisfjörð að undanförnu, undirstriki þá kröfu Seyðfirðinga að samgönguyfirvöld setji gerð jarðganga undir Fjarðarheiði á áætlun og í framkvæmd við fyrsta tækifæri.

„Ekki er á neinn hallað þó fullyrt sé að ekkert byggðarlag hér á landi býr nú við jafn miklar truflanir og jafnvel einangrun að vetrarlagi og Seyðisfjörður. Tölur tala sínu máli þar um.  Frá 10. nóvember hefur Vegagerðin aðeins skráð Fjarðarheiði greiðfæra 8 sinnum og dögum saman hefur verið snjóþekja og hálka á heiðinni - ellegar hún með öllu ófær. Á þeim 12 sólarhringum sem liðnir eru frá áramótum hefur Fjarðarheiðin verið skráð ófær alls 11 daga, að hluta eða öllu leyti. Þetta segir allt sem segja þarf um það óöryggi og truflanir á daglegu lífi Seyðfirðinga sem þessum erfiða fjallvegi fylgja," segir m.a. í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina