Frekar handleggi en jeppa

Guðmundur Felix Grétarsson slasaðist lífshættulega er hann fékk ellefu þúsund volta rafstraum í gegnum sig og féll átta metra niður á frosna jörð við vinnu sína hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1998. Vegna brunasára sem Guðmundur hlaut í slysinu þurfti að nema á brott báða handleggi hans rétt fyrir neðan axlir. Nú þrettán árum síðar er Guðmundur á leið til Frakklands í svokallaða undirbúningsrannsókn til að fá úr því skorið hvort hann geti gengist undir handaágræðslu.

Læknirinn sem hefur umsjón með rannsókn og aðgerð Guðmundar heitir Jean-Michel Dubernard en sá vakti heimsathygli árið 2005 þegar hann framkvæmdi fyrstur manna andlitságræðslu á konu í kjölfar alvarlegs andlitsáverka. Dubernand kom hingað til lands í tengslum við franskt menningarvor árið 2007 og flutti fyrirlestur í Háskóla Íslands sem bar heitið líffæraflutningar, goðsögn verður að veruleika.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert