Fréttaskýring: Stjórnlagaþing verið þrætuepli flokkanna frá upphafi

Létt var yfir þeim 25 fulltrúum sem kosnir voru á …
Létt var yfir þeim 25 fulltrúum sem kosnir voru á stjórnlagaþing, er þeir komu saman í Þjóðmenningarhúsinu skömmu eftir kosningarnar í nóvember sl. mbl.is/Eggert

Tekist var á í þingsölum í aðdraganda samþykktar laga 90/2010 um stjórnlagaþing. Frumvarpi til laga um stjórnlagaþing var upphaflega dreift á Alþingi hinn 4. nóvember 2009, en varð loks að lögum 16. júní 2010. Eitt þeirra skilyrða sem Framsóknarflokkurinn setti fram gegn því að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri-grænna vantrausti var að efna skyldi til stjórnlagaþings.

Til marks um þá staðreynd má líta til ummæla Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknar, á þingi hinn 12. júní síðastliðinn: „Við settum fram þrjú skilyrði og eitt af þeim var stjórnlagaþingið þannig að nú, rúmu ári seinna, getum við sagt að minnihlutastjórnin sé að standa við loforð sitt gagnvart Framsóknarflokknum. Til hamingju, Ísland og til hamingju, þingmenn.“

Snemma sett á oddinn

Rætt um að kjósa strax

Sem kunnugt er hefur Þráinn Bertelsson nú gengið til liðs við Vinstri-græna.

Fáum bara eitt tækifæri

Stjórnarliðar tjáðu sig vitanlega líka um frumvarpið á þingi, þegar unnið var að afgreiðslu þess til laga. Eins og áður sagði tók frumvarpið miklum breytingum í meðförum þingsins, og af því tilefni sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar: „Ég vil hins vegar mótmæla því sem ég las eða heyrði einhvers staðar í gær eða í morgun að búið væri að útvatna stjórnlagaþingið. Svo er hreint ekki. En ef vel tekst til getur vel verið að við fáum kryddlegið stjórnlagaþing.“ Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingunni, hafði uppi þessi orð: „Ég tel að málið hafi tekið farsælum breytingum í meðförum nefndarinnar. Þar hefur tekist að sætta andstæð sjónarmið og setja þau í lausnamiðaðan farveg, vandaðan farveg. Málið verður unnið að viturra manna ráði og þess jafnframt gætt að íslenskur almenningur eigi aðkomu að vinnunni með þjóðfundi og síðan fulltrúa á sjálfu stjórnlagaþinginu.“ Allsherjarnefnd hafði frumvarp til laga um stjórnlagaþing til umfjöllunar. Formaður nefndarinnar, Róbert Marshall, fullyrti við lokaafgreiðslu málsins að allsherjarnefnd hefði aldrei nokkurn tímann tekið sér eins langan tíma í afgreiðslu einstaks máls: „[É]g skynja það jafnframt í umræðunni að veruleg ánægja er með hvernig til hefur tekist hjá allsherjarnefnd í þessu máli.“

Fáar hliðstæður






Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert