Krugman: Krónan sýnir gildi sitt

Paul Krugman.
Paul Krugman.

Paul Krugman, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og einn þekktasti álitsgjafi heims á sínu sviði, skrifar í bloggi á vef New York Times að íslenska krónan hafi sýnt gildi sitt í kjölfar efnahagshrunsins.

„Jákvæða sveiflan á Íslandi hefur verið um tvöfalt stærri en á Írlandi - og við erum að tala um 10 aukapunkta í vergri þjóðarframleiðslu. Það er mikið af viðbótarinnspýtingu og að því marki sem það var vegna gengisfellingar, er það mikill plús að hafa eigin gjaldmiðil.“

Tilefni bloggsins eru tvær samanburðargreinar í Irish Times um kreppuna á Íslandi og Írlandi.

Krugman segir að gjalda beri varhug við greinunum tveimur og bendir meðal annars á að Íslendingar hafi að mestu leyti leyst úr kreppunni á sama tíma og Írar séu í henni miðri.

Blogg Krugman má nálgast hér

Krugman birtir þessa tölu yfir hlutfall útflutnings af þjóðarframleiðslu í …
Krugman birtir þessa tölu yfir hlutfall útflutnings af þjóðarframleiðslu í löndunum tveimur. Tölurnar koma frá Eurostat, hagstofu ESB.
mbl.is