Minna til ráðstöfunar

Hækkanir á gjaldskrám orkuveitna hafa mest áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar.
Hækkanir á gjaldskrám orkuveitna hafa mest áhrif á hækkun neysluverðsvísitölunnar. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Hækkanir á gjaldskrám sveitarfélaga og á ýmsum gjöldum ríkisins frá áramótum valda 0,91% hækkun á vísitölu neysluverðs. Ráðstöfunartekjur heimila dragast saman um 0,1% vegna breytinga á sköttum og breytingum í bótakerfunum á þessu ári. 
 

Þetta kemur fram í úttekt vinnuhóps á vegum ríkissáttasemjara en í honum sátu 12 fulltrúar allra heildarsamtaka á vinnumarkaði og viðsemjenda þeirra.

Vinnuhópurinn lagði mat á áhrif aðgerða í fjármálum ríkisins og sveitarfélaga sem gengu í gildi frá seinustu áramótum á verðlag og ráðstöfunartekjur.

Í greinargerð hópsins kemur fram að mest áhrif til hækkunar á verðlagi hafa hækkanir á gjaldskrám orkuveitna fyrir hita og raforku sem valda 0,49% hækkun á neysluverðsvísitölunni. Hækkanir á vörugjöldum á eldsneyti, áfengi og tóbaki valda 0,21% hækkun.

Fram kemur að gjöld vegna heilbrigðisþjónustu hækka um 0,9% á árinu, lóðarleiga sveitarfélaga um 16,4%, sorphreinsun hækkar um 18,7%, holræsagjöld um 11,7% og fargjöld strætisvagna um 13,9%.

Við mat á verðlagsáhrifunum var stuðst við útreikninga Hagstofunnar.

Mismikil áhrif eftir fjölskyldugerðum

Vinnuhópurinn lagði einnig mat á áhrif breytinga á sköttum og tilfærslu- og bótakerfum ríkis- og sveitarfélaga, auk sérstakrar vaxtaniðurgreiðslu á ráðstöfunartekjur heimilanna.

„Í heildina dragast ráðstöfunartekjur saman um 0,1% vegna aðgerðanna en þegar áhrifin eru skoðuð eftir fjölskyldugerðum má sjá að ráðstöfunartekjur einstæðra foreldra aukast nokkuð eða um 1,6%. Ef frá eru talin áhrifin af sérstöku vaxtaniðurgreiðslunni hefðu ráðstöfunartekjur dregist saman um 0,9% í heildina, mest hjá hjónum og sambúðarfólki um 1%. Einnig er skoðað sérstaklega hver heildaráhrif á ráðstöfunartekjur hefðu orðið ef auk ofangreindra aðgerða hefði komið til hækkun á persónuafslætti á árinu 2011 um 3.000 krónur auk verðlagsuppfærslu, líkt og áformað var. Miðað við þær forsendur hefðu ráðstöfunartekjur aukist í heildina um 1,2% en um 3% hjá einstæðum foreldrum,“ segir í skýrslu vinnuhópsins.

Ítarlega er fjallað um áhrif aðgerða og breytinga í opinberum fjármálum á ráðstöfunartekjur fjölskyldna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is

Innlent »

Fjórfaldur lottópottur næst

09:16 Lottópotturinn verður fjórfaldur í næstu viku þar sem enginn var með allar aðaltölurnar réttar þegar dregið var í lottóinu í gærkvöld en potturinn var þá 26,8 milljónir. Meira »

Líkur á síðdegisskúrum í dag

07:37 Fram kemur á vef Veðurstofunnar að lægðarsvæði sé fyrir suðaustan og austan landið og fyrir vikið norðaustlæg átt á landinu, 3-10 metrar á sekúndu. Meira »

Vildi ekki yfirgefa lögreglustöðina

07:15 Meðal þeirra verkefna sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna í gærkvöldi og nótt var tilkynning um konu í annarlegu ástandi sem væri að reyna að saga tré við Norðurbrún í Reykjavík en konan mun ekki vera eigandi trésins. Meira »

Tilnefnd til verðlauna Chatham House

Í gær, 23:05 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er tilnefnd til verðlauna bresku hugveitunnar Chatham House árið 2019, en tilnefningarnar voru opinberaðar í gær. Þar er hún ekki í slæmum félagsskap, en ásamt henni eru þeir tilnefndir Sir David Attenborough, sjónvarpslíffræðingurinn heimsþekkti og Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu. Meira »

Skorað á sjálfstæðismenn að kjósa annað

Í gær, 22:59 „Staðreyndin er sú að það kann ekki góðri lukku að stýra þegar þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fer allur sem einn á bak við mál, sem fyrst og fremst á stuðning meðal Samfylkingarflokkanna, og er að auki í andstöðu við vilja landsfundar.“ Meira »

Yfir sex hundruð tegundir

Í gær, 20:45 Hjónin Sigurður Þórðarson og Sigrún Andrésdóttir hófu búskap fyrir hálfri öld í húsi á Markarflöt í Garðabæ. Þau byrjuðu fljótt að vinna í garðinum, sem er í dag sannkölluð paradís. Meira »

Stekkur ekki úr sófanum á Laugaveginn

Í gær, 20:00 „Maður stendur ekki bara upp úr sófanum og segist ætla að hlaupa Laugaveginn,“ segir Lilja Ágústa Guðmundsdóttir. Hún varð um síðustu helgi fyrsta konan í aldursflokknum 70 ára og eldri til að klára Laugavegshlaupið en Lilja er 71 árs. Meira »

DV fékk ekki leyfi fyrir umsátri

Í gær, 19:40 Blaðamenn DV fengu ekki leyfi til að sitja fyrir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni, sem afplánar á áfangaheimilinu Vernd, í því skyni að ná af honum viðtali líkt og reglugerðir gera ráð fyrir. Þetta staðfestir fangelsismálastjóri. Meira »

Fagnaðarfundir í nýjum hjólabrettagarði

Í gær, 18:25 Júlíus og Jón léku listir sínar í hjólabrettagarðinum nýja á Miðbakka í gær. Þeir fengu sér hressingu á nýjum matarmarkaði en þá greindi á um hvaða drykkur skyldi verða fyrir valinu. Meira »

Bandaríkjaher ræðst í útboð fljótlega

Í gær, 18:14 Bandaríkjaher hefur tilkynnt um fyrirhugað útboð á hönnun og framkvæmdum við þau mannvirki sem herinn hyggst reisa á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlunin nemur 6,2 milljörðum króna. Meira »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

Í gær, 17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

Í gær, 17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

Í gær, 17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

Í gær, 16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

Í gær, 16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

Í gær, 16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

Í gær, 16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

Í gær, 15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

Í gær, 14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »
Fyrir verslunarmannahelgina !!!
Til sölu 2ja manna tjald. Verð kr 4000. 4 manna tjald Verð kr 10000. Samanbrjót...
Fjallatjaldvagn til sölu
Upphækkaður með alvöru fjöðrun. Upplitaður og snjáður, en í góðu lagi, Fortjal...
Leiga, herb. hús, við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, hlýleg og kósí, 5 mínútur frá Gey...
Gefins rúm.
Gefins hjónarúm 158 x 203 ameríst. Uppl 8984207...