Ríkisforstjórar lækka ekki laun

Stjórnarráðið.
Stjórnarráðið.

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að fjöldi yfirmanna á stofnunum ríkisins hafi ekki lækkað laun sín í samræmi við yfirlýsingar forsætisráðherra þess efnis að enginn ríkisforstjóri þiggi hærri laun en ráðherrann.

Segir Sigmundur Ernir, að þetta hafi verið upplýst á fundi fjárlaganefndar í morgun með fullltrúum Ríkisendurskoðunar og Fjársýslu ríkisins.

„Menn greinir á hvort hér hafi verið um fyrirmæli eða tilmæli að hálfu forsætisráðherra að ræða - og í skjóli þess hafa margir þeirra forstjóra, sem hafa verið með laun yfir miljón, neitað eða látið hjá líða að lækka laun sín. Margir telja sig geta hagrætt með öðrum hætti … og aðrir telja sig vera í samkeppnisrekstri og launakjör þeirra taki mið af öðru umhverfi en t.d. yfirmenn ráðuneyta búa við.

Fjárlaganefnd hefur óskað eftir því að fá lista yfir þá ríkisforstjóra sem hafa neitað að fara að tilmælum/fyrirmælum forsætisráðherra. Og hafa greinilega komist upp með það … í ljósi óljósrar skilgreiningar á orðinu ríkisforstjóri!

Það verður athyglisverður listi …" segir Sigmundur Ernir.

Vefur Sigmundar Ernis

mbl.is

Bloggað um fréttina