Ákveðin þversögn í kröfu um afsögn

Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason á blaðamannafundi þar sem þau …
Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason á blaðamannafundi þar sem þau kynntu ákvörðun sína um að segja sig úr þingflokki VG.

Seint í gærkvöldi benti ekkert til þess að öldur væri að lægja á Alþingi í kjölfar úrsagnar þeirra Atla Gíslasonar og Lilju Mósesdóttur úr þingflokki VG í fyrradag.

Atli Gíslason sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að sér þætti „vera þversögn í því, að ég eigi að segja af mér þingmennsku fyrir það að fylgja einarðlega eftir stefnuskrá VG“. Þessi ummæli þingmannsins voru látin falla í tilefni af áskorun á hans hendur um afsögn þingmennsku frá stjórn VG í Suðurkjördæmi.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að blaðið hafi heimildir úr kjördæmi Atla Gíslasonar sem hermi, að hann og málflutningur hans njóti mikils stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert