Segja já við Icesave

Áfram-hópurinn kynnir sjónarmið sín í dag.
Áfram-hópurinn kynnir sjónarmið sín í dag. mbl.is/RAX

Áfram-hópurinn kynnti í dag á blaðamannafundi stefnumál sín varðandi Icesave-samninginn sem kosið verður um í þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl næstkomandi.

Hópurinn er skipaður fólki úr öllum geirum samfélagsins sem er sammála um að já við Icesave-samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni sé farsælasta leiðin í málinu og leið út úr stöðnun og kyrrstöðu íslensk samfélags og efnahagslífs eins og kemur fram í fréttatilkynningu frá hópnum.

Meðal þeirra sem tóku til máls á fundinum var Guðmundur Gunnarsson formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Guðmundur tók lágt lánshæfismat fyrirtækja sem dæmi um hlut sem nauðsynlega væri að lagfæra og já við Icesave-samningnum væri forsenda þess að hægt sé að vinna upp þann kaupmátt sem hefur tapast.

Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdastjóri Pfaff, bætti við að farsæl laus á Icesave snérist um lífskjör þjóðarinnar á komandi árum en ekki bara um líftíma einnar ríkistjórnar. Nauðsynlegt væri að huga að komandi kynslóðum þegar tekin verður ákvörðun um Icesave.

Vefur Áfram-hópsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert