Fréttaskýring: Fangar eru ekki búpeningur

Sjafnarhúsið á Akureyri.
Sjafnarhúsið á Akureyri.

Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, er algjörlega andvígur því að nýju fangelsi verði fundinn staður í gamla Sjafnarhúsinu á Akureyri. Í minnisblaði sem hann sendi innanríkisráðherra fyrir skemmstu bendir hann á að fangar eigi rétt á lágmarks mannréttindum og verði ekki „vistaðir sem hver annar búpeningur“.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að eigendur Sjafnarhússins hafa óskað eftir viðræðum við innanríkisráðuneytið um hugsanlega leigu á húsinu undir fangelsi.

„Ég nenni varla að taka þátt í þessari umræðu lengur. Það þarf að standa faglega að þessu og byggja sérhannað fangelsi. Ekki taka í notkun gamla ísbrjóta, gáma eða annað húsnæði langt frá höfuðborgarsvæðinu,“ sagði Páll um þessa hugmynd. Hann benti á að nýbúið væri að endurnýja fangelsið á Akureyri en það gæti tekið á móti öllum föngum af Norðurlandi.

Mikill kostnaður við breytingar

Hugmynd um að nota gamlar vinnubúðir Alcoa á Reyðarfirði sem fangelsi voru kynntar fyrir innanríkisráðuneytinu fyrir skömmu. Af því tilefni sendi Páll minnisblað til innanríkisráðherra þar sem rök gegn því eru tíunduð í tólf liðum en hann sagði að þau ættu að mestu einnig við um Sjafnarhúsið.

Í minnisblaðinu er m.a. bent á kostnað vegna ferða til og frá Austurlandi, að á Austurlandi séu engir menntaðir fangaverðir og ekki liggi fyrir hvort nægilega margir myndu sækjast eftir slíku starfi. Við bætist að flestir lögmenn séu á höfuðborgarsvæðinu en málskostnaðarliður vegna ferða lögmanna myndi margfaldast ef þeir þyrftu að eyða heilu dögunum í ferðalög vegna þjónustu við fanga. Kostnaður við breytingar á eldra húsnæði væri mjög hár og nefndi Páll sem dæmi að áður en Bitra var tekin í notkun sem bráðabirgðafangelsi þurfti að breyta byggingunni fyrir sem svarar einni milljón á hvert fangarými. Páll benti einnig á að um 80% fanga kæmu af höfuðborgarsvæðinu. Það væri mat Fangelsismálastofnunar að það væri gróft brot á mannréttindum fanga ef þeim yrði gert að afplána svo langt frá fjölskyldum sínum. Konur sem eru í afplánun fái margar hverjar börn sín reglulega í heimsókn og í vissum tilvikum feður einnig. Óhægara yrði um vik fyrir barnaverndaryfirvöld að flytja börn reglulega til Reyðarfjarðar til að eiga samvistir við foreldra undir eftirliti. Kostnaður barnaverndaryfirvalda myndi að auki hækka verulega og sömuleiðis kostnaður aðstandenda við heimsóknir. Það væri til þess fallið að minnka samskipti fanga við fjölskyldur sínar, sem gengi þvert gegn markmiðum stofnunarinnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

GRÓ sótti göngumann á Fimmvörðuháls

17:59 Ný þyrla Landhelgisgæslu Íslands, TF-GRÓ, fór í sitt fyrsta útkall í dag er hún sótti slasaðan göngumann á Fimmvörðuháls. Maðurinn var staddur ofarlega á Morinsheiði ofan Þórmerkur og var ekki alvarlega slasaður. Meira »

Youtube Premium opnar á Íslandi

17:12 Viðbótarþjónusta myndbandsveitunnar Youtube, Youtube Premium, er nú aðgengileg notendum hennar á Íslandi. Þetta tilkynnti vefrisinn Google í vikunni, en Ísland er eitt þrettán nýrra landa sem fá nú aðgang að þjónustunni. Meira »

Horfurnar góðar fyrir hvítfiskinn

17:10 Heilt á litið hefur þróun sölumagns og verðs verið í rétta átt fyrir íslenskan þorsk, ýsu og ufsa. Þetta segir Anna Björk Theodórsdóttir, framkvæmdastjóri Sea Data Center. Samsetning útflutningsins virðist þó vera að taka breytingum og orðið aukning í útflutningi á heilum fiski til verkunar á svæðum þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Fimm lentu í umferðaróhappi

16:41 Umferðaróhapp átti sér stað á Reykjanesbraut eftir hádegi í dag þegar fólksbíll fór út af veginum í námunda við afleggjarann inn á Grindavíkurveg. Meira »

Skjálftahrina í Torfajökli

16:35 Jarðskjálfti, 3,3 að stærð, mældist í Torfajökli í dag kl. 14:15. Skjálftahrina hefur staðið yfir á svæðinu frá því í nótt.  Meira »

„Auðvitað erum við óánægð“

16:24 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við mbl.is að vitanlega sé hann ekki ánægður með niðurstöður nýjustu skoðanakönnunar MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Segir hann að orkupakkamálið hafi reynst erfitt. Meira »

Sækja göngumann á Morinsheiði

16:18 Björgunarsveitir á Suðurlandi eru nú á leið upp á Morinsheiði á gönguleiðinni yfir Fimmvörðuháls, þar sem maður er slasaður á fæti. Það gæti þurft að bera hann niður. Meira »

Gómsætt íslenskt grænmeti til sölu

15:26 „Þetta er allt íslenskt grænmeti og beint frá bændum,“ segir Jón Jóhannsson staðarhaldari á Mosskógum í Mosfellsdal. Kartöflur, gulrætur, blómkál, brokkolí, vorlaukur, laukur, spínatkál og sinnepskál er á meðal þess sem til sölu er. Meira »

Enginn í sveitinni að spá í hræin

14:40 Í námunda við grindhvalahræin í Löngufjörum eru menn lítið að spá í þau. Menn eru frekar að spá í heyskap og búskap. Staðurinn sem hræin eru á er svo fáfarinn að lítil þörf er á að grafa þau, telur bóndi. Meira »

Missti afl og brotlenti

14:29 Lítilli fisvél hlekktist á í flugtaki á Rifi á Snæfellsnesi um tvö í dag. Tveir voru í vélinni og var einn fluttur á heilsugæslu með minni háttar áverka. Meira »

Ítarlegri kröfur í nágrannalöndum

13:15 Litlar kröfur eru gerðar um eignarhald bújarða hér á landi. Samkvæmt meginreglu 1. greinar laga um eignarrétt og afnotarétt fasteigna, sem gilda um allar fasteignir í rýmri merkingu (þ.m.t. land) á Íslandi, er áskilið að menn megi ekki öðlast eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum nema þeir séu íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi. Meira »

Hitinn fer í allt að 20 stig

12:37 Spáð er norðaustangolu eða -kalda og súld eða dálítilli rigningu austanlands í dag, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og allvíða skúrir síðdegis. Hitinn verður á bilinu 8 til 20 stig, hlýjast í uppsveitum á Suðvesturlandi en kaldast við norður- og austurströndina. Meira »

Dansar þegar nýja nýrað kemur

12:02 María Dungal mun loksins fá nýtt nýra í september eftir áralanga baráttu við nýrnabilunarsjúkdóm. Fréttirnar fékk hún í gær. Hún ætlar ekki í fallhlífastökk, en ætlar í ræktina og að bjóða fólki í mat að aðgerð lokinni. Meira »

Vilja aðgerðir en lítið hefur gerst

09:53 Fjölmargir forystumenn í íslenskum stjórnmálum hafa lýst þeirri skoðun sinni opinberlega á undanförnum árum að nauðsynlegt sé að taka umfangsmikil jarðakaup hér á landi til skoðunar með það fyrir augum að setja þeim ákveðnar skorður. Þá ekki hvað síst forystumenn núverandi ríkisstjórnarflokka. Lítið hefur hins vegar gerst. Meira »

Hamsturinn kominn heim

08:28 Hamstur, sem lenti í átökum við kött í Reykjanesbæ í fyrradag, er kominn í hendur eiganda síns. Þessu greinir lögreglan á Suðurnesjum frá á facebooksíðu sinni. Meira »

Fuglalífið blómstrar í borginni í sumar

08:18 Náttúran skartar sínu fegursta þessa dagana og þar er fuglalífið engin undantekning. Víða eru komnir ungar og þeir sem fyrst komust á legg í vor eru löngu orðnir fleygir. Meira »

Hvött til að stofna nýtt framboð

08:01 „Ég ætla ekki að fara í opinber rifrildi við fyrrum samstarfsfólk,“ segir Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata og einn stofnenda flokksins, á facebooksíðu sinni. Meira »

625 nemendur í skóla fyrir 450

07:57 Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson, fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur, hafa óskað eftir aukafundi í ráðinu sem fyrst vegna málefna Norðlingaskóla og annarra skóla þar sem stefnir í að skólastarf verði í uppnámi við skólabyrjun í haust. Meira »

Átti í ágreiningi vopnaður hnífi

07:42 Horfa þurfti í ýmis horn hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi og í nótt. Í mörgum tilfellum vegna einstaklinga undir áhrifum vímuefna. Meira »
Útsala!!! Kommóða ofl.
Til sölu kommóða 3 skúffú,ljós viðarlit..lítur mjög vel út.. Verð kr 2000. Einn...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...