Hættir sem forseti borgarstjórnar

Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Jón Gnarr borgarstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Eggert Jóhannesson

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur sagt af sér sem forseti borgarstjórnar. Það gerir hún vegna vinnubragða meirihluta borgarstjórnar við afgreiðslu tillagna um sameiningu skóla. Sóley Tómasdóttir hefur einnig sagt af sér embætti varaforseta borgarstjórnar af sömu ástæðu.

Hanna Birna var kosin forseti borgarstjórnar á fyrsta fundi borgarstjórnar eftir kosningar á síðasta ári, en hún hafði í kosningabaráttunni talað fyrir auknu samstarfi í borgarstjórn.

„Við teljum að þessi atburðarrás í kringum ákvörðunina sem tekin var hér í gærkvöldi staðfesti að þetta sé fullreynt,“ sagði Hanna Birna í samtali við mbl.is og vísaði þar til ákvörðunar meirihlutans um að sameina skóla.

„Við erum þeirrar skoðunar að þeir hafi farið gegn öllu því sem við sömdum um að gera og öllum þeim vinnubrögðum sem við ætluðum að reyna að innleiða. Við teljum að þetta sé komið á endastöð. Við getum ekki sætt okkur við að ekkert hafi verið gert með allar þessar athugasemdir sem bárust og tækifæri til að gefa íbúum tækifæri til aðkomu að málinu hafi ekki verið nýtt,“ sagði Hanna Birna.

Yfirlýsing Hönnu Birnu og Sóleyjar

„Undirrituð Hanna Birna Kristjánsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur ákveðið að hætta sem forseti borgarstjórnar og formlega óskað eftir því að kosinn verði nýr forseti á næsta borgarstjórnarfundi. Undirrituð Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna hefur sömuleiðis ákveðið að hætta sem 1. varaforseti borgarstjórnar.

Þegar ný borgarstjórn tók við í júní 2010, varð það að samkomulagi milli allra flokka að halda áfram að innleiða ný vinnubrögð og aukið samstarf í samræmi við yfirlýsingu allrar borgarstjórnar þar sem sagði:

,,Vilji er fyrir því hjá nýkjörinni borgarstjórn að auka samvinnu milli flokka og nýta krafta allra borgarfulltrúa í samræmi við vinnubrögð fráfarandi borgarstjórnar.“

Liður í þessu samkomulagi var að við oddvitar minnihlutans tókum að okkur embætti forseta borgarstjórnar og 1. varaforseta, enda væri það táknrænt um áframhaldandi samstarf meirihluta og minnihluta. Allt frá því að nýr meirihluti tók við hafa fulltrúar minnihlutans lagt sig fram um að standa við umrætt samkomulag. Það hefur verð gert með því að flytja tillögur um aðgerðir og lausnir vegna brýnna hagsmunamála borgarbúa en einnig með tillögum um að kalla að borðinu starfsfólk, fagaðila og íbúa til samráðs. Eins og ítrekað hefur komið fram hefur þessi viðleitni minnihlutans þó litlum árangri skilað og meirihlutinn tekið allar stórar ákvarðanir án raunverulegs samráðs.

Það er mat borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna að með atkvæðagreiðslunni í gærkvöldi um miklar breytingar á þjónustu við börn í skólum borgarinnar sé það fullreynt að til staðar sé nokkur raunverulegur vilji hjá meirihlutanum til að ástunda betri vinnubrögð og auka aðkomu íbúa að lykilákvörðunum.

Með því að þvinga þessar breytingar í gegn í andstöðu við 12.000 íbúa og rúmlega 90% umsagna foreldra og hagsmunaaðila, er með einhliða valdboði gengið svo langt gegn vilja borgarbúa og fyrrgreindu samkomulagi borgarstjórnar að algjör trúnaðarbrestur hefur orðið milli borgarstjórnar og borgarbúa.

Það eru mikil vonbrigði að meirihlutinn hafi ekki hugrekki til þess að virkja þátttöku íbúa og starfsfólks, auka samvinnu minni- og meirihluta og innleiða þannig ný og betri stjórnmál,“ segir í yfirlýsingu frá Hönnu Birnu og Sóleyju.

Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.
Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn.
mbl.is

Innlent »

Vilja yfirmat á verðmæti Geysissvæðis

14:35 Ríkissjóður hefur farið fram á að unnið verði yfirmat á verðmæti lands á Geysissvæðinu sem ríkið keypti af sameigendum sínum árið 2016. Matið verður bindandi fyrir báða aðila kaupsamningsins. Dómkvaddir matsmenn komust að þeirri niðurstöðu að ríkið þyrfti að greiða 1.113 milljónir fyrir spilduna. Meira »

Innbrotum í einbýlishús fjölgar

14:26 Innbrotum í heimahús á höfuðborgarsvæðinu einkum í Kópavogi og Garðabæ hefur fjölgað töluvert frá miðjum desember og fram í janúar. Grunur leikur á að um skipulagða brotastarfsemi sé að ræða. Flest innbrot eru framin á daginn og skartgripum og peningum en stolið en önnur verðmæti látin ósnert. Meira »

Fær þrjár vikur til að endurskoða kjararáð

13:52 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að skipa starfshóp um kjararáð. Hópurinn skal bera saman fyrirkomulag um ákvörðun launa hjá kjörnum fulltrúum, dómurum og embættismönnum í nágrannalöndum og leggja fram tillögur að breyttu fyrirkomulagi. Hann skal vinna hratt að tillögum um úrbætur. Meira »

Vildi fá ennþá hærra lán

13:25 Enginn vafi er í huga Jóhannesar Baldurssonar, eins ákærðra í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis, um að lán til hans sjálfs og þrettán annarra starfsmanna hefðu verið liður í nýrri starfskjarastefnu stjórnar. Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður, hafði verið gagnrýninn á kaupréttarsamninga. Meira »

Aftur snúið frá Akureyri til Keflavíkur

13:23 Boeing 737 vél Enter Air sem átti að lenda á Akureyrarflugvelli núna um klukkan 13 í dag hefur verið snúið til Keflavíkur, en þetta er önnur flugferðin af þremur hjá flugfélaginu á viku sem endar í Keflavík í stað Akureyrar. Meira »

Viðamiklar breytingar á umferðarlögum

12:44 Heildarendurskoðun umferðarlaga felur í sér viðamiklar og margar breytingar. Á meðal nýjunga í áformuðu lagafrumvarpi eru ákvæði um lækkun leyfislegs magns áfengis í blóði ökumanna, ákvæði um snjalltæki verði skýrt og endurbætt og að hámarkssektarfjárhæð verði hækkuð í 500 þúsund krónur. Meira »

Nóg að gera hjá Guðna í Svíþjóð - myndir

12:03 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú höfðu í nógu að snúast í opinberri heimsókn sinni í Svíþjóð í gær. Eliza flutti ávarp á morgunfundi og heimsótti Barnahús og Guðni fyrirlestur við stjórnmálafræðideild Stokkhólmsháskóla. Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

12:42 „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

Vilja auka umferðaröryggi við Vík

11:44 „Við ætlum að berjast fyrir bættu um umferðaröryggi. Umferðin hefur fimmfaldast á síðustu árum á svæðinu og litlar sem engar úrbætur hafa verið gerðar,“ segir Bryndís Harðardóttir sem situr í stjórn samtakanna Vinir vegfarandans, um bætt umferðaröryggi í Mýrdalnum. Meira »

Starfsmenn „suðuðu“ um hlutabréf

11:05 „Ég var með allar mínar eignir undir í þessum hlutabréfum í bankanum, sem mér fannst vera mjög góð ráðstöfun á þessum tíma, enda hafði ég trú á því sem var að gerast í þessu fyrirtæki,“ sagði Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Glitnis, í vitnisburði sínum í héraðsdómi Meira »

Blindaðist af sólinni og klessti á

10:59 Harður árekstur varð í vikunni í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum þegar bifreið var ekið aftan á aðra sem var að nálgast gatnamót á hægri ferð. Ökumaður fyrrnefndu bifreiðarinnar hafði blindast af sólinni sem var lágt á lofti og því fór sem fór. Meira »

Taktu vitsmunapróf Trumps

10:48 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, sýnir engin merki sem gefa tilefni til þess að efast um andlegt heilsufar hans og er almennt séð við frábæra heilsu að sögn læknis hans. Meira »

Þórir fréttastjóri miðla Vodafone

10:42 Þórir Guðmundsson hefur verið ráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, Bylgjunnar og vísir.is. Þórir starfaði sem fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, fyrst á árunum 1986 til 1999 og svo á árunum 2005 til 2008. Meira »

Fyrirtækið ekki þurft að bera ábyrgð

10:09 Jökulsárlónsmálið er komið á enda í réttarkerfinu eftir tæplega tveggja og hálfs árs málsmeðferð en ábyrgð fyrirtækisins, sem á og rekur bátinn, virðist lítil sem engin. Þetta segir Michael Boyd sem missti eiginkonu sína í slysinu. Hann hefur enga afsökunarbeiðni fengið vegna slyssins. Meira »

Ályktað um aðflug

09:12 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar samþykkti á fundi sínum að taka undir bókun Ferðamálafélags Eyjafjarðar um að tryggja þurfi öruggt aðflug að Akureyrarflugvelli. Meira »

Sækist eftir 3.-4. sæti á Seltjarnarnesi

10:17 Guðmundur Helgi Þorsteinsson sækist eftir 3. til 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.   Meira »

Brýnt að greina stöðu barna

09:20 Umboðsmaður barna telur brýnt að efla stefnumótun á mörgum sviðum sem tengjast börnum. Grunnur að því sé greining á stöðu barna í íslensku samfélagi. Þetta kom fram í samræðum umboðsmanns, Salvarar Nordal, og forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur, í gær. Meira »

Varað við tjörublæðingum

07:04 Vegagerðin varar við tjörublæðingum á veginum milli Jökulsárlóns og Hafnar í Hornafirði.   Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Birkenstock
Teg. ARIZONA -brúnt birkoflor - stærðir 36-48 á kr. 8.950,- Teg. ARIZONA - beige...
HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...