Mokuðu ösku úr Seljavallalaug

Gríðarlegt magn af ösku lagðist yfir Laugarárgil og svæðið í kring í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli fyrir rúmu ári síðan. Seljavallalaug fylltist af ösku og breyttist í raun úr sundlaug í sandkassa.

Hópur sjálfboðaliða kom saman við laugina í dag með það að markmiði að koma henni í sitt gamla horf. Mbl.is hitti hópinn í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina