Gosið i heimsfréttunum

Mökkurinn sést víða af Suðuarlandi.
Mökkurinn sést víða af Suðuarlandi. mynd/Halldóra K. Unnarsdóttir

Fréttin um eldgosið í Grímsvötnum hefur í kvöld birst víða um heim. Margir miðlar eru með hana sem efstu frétt. Evrópubúar fylgjast vel með fréttum af eldgosum á Íslandi eftir að gosið í Eyjafjallajökli stöðvaði nánast alla flugumferð í Evrópu í fyrrasumar.

Röskunin á flugumferð í fyrra er sú mesta í Evrópu síðan í seinni heimstyrjöldinni og kostaði flugfélög gríðarlega fjármuni.

Strax og gosið hófst sendi Veðurstofa Íslands upplýsingar til Bretlands en þar er Evrópska flugumferðarstjórnin staðsett sem tekur ákvörðun um lokun svæða.

Ákvörðun um lokun svæða fyrir flugumferð ræðst m.a. af vindátt, hversu mikið af ösku berst upp í háloftin og gerð öskunnar.

Nýlega birtu danskir og íslenskir vísindamenn niðurstöður viðamikillar rannsóknar á áhrifum öskunnar úr Eyjafjallajökli á flugvélar. Niðurstöður rannsóknarinnar voru að full ástæða hefði verið að banna flugumferð vegna gossins. Gosefnin hefðu náð mikilli hæð og gerð öskunnar hefði verið með þeim hætti að hún gæti grandað flugvélum ef mikið af ösku bærist inn í hreyfla flugvélar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert