Sér batamerki í hagkerfinu

Úr Smáralind í Kópavogi.
Úr Smáralind í Kópavogi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Nýafstaðnir kjarasamningar kunna að auka umsvifin í hagkerfinu og þar með leiða til meiri hagvaxtar á árinu en gert hefur verið ráð fyrir í hagspám. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra en hann lýsir jafnframt yfir þeirri skoðun sinni botninum sé náð í efnahagsmálum.

Steingrímur fór yfir stöðu efnahagsmála á flokksráðsfundi VG í Reykjavík í gær, föstudag, og gaf kost á stuttu viðtali á milli dagskrárliða. Hann dregur efni ræðu sinnar og rökin fyrir því að landið sé að rísa saman svo:

„Ég fór yfir það og rökstuddi mitt mál í þeim efnum. Ég vísaði til ótal vísbendinga um það og ég held að það standi fyrir sínu. Ég tók auðvitað fram að það mætti ekki skilja það svo að ég væri þar með að segja að öll vandamál væru leyst og allt væri komið í himnalag. Það er auðvitað ekki svo.

Ég held við eigum að láta það eftir okkur að gleðjast yfir batamerkjunum sem við sjáum um leið og við erum raunsæ á það að glímunni er ekki lokið. Við erum áfram að kljást við og vinna okkur út úr miklum erfiðleikum.“

Gerir sér vonir um meiri hagvöxt

- Hver eru skýrustu merkin um að okkur sé farið að ganga betur?

„Ég myndi í fyrsta lagi segja að allar hagspár ganga út á hagvöxt á þessu ári, svona tvo og hálft prósent, plús, mínus. Ég geri mér vonir mun um að spár muni hækka frekar þegar menn meta áhrif kjarasamninga sem ég hygg að þýði aukin umsvif í efnahagsmálum.

Síðan er atvinnuleysi þrátt fyrir allt að láta undan síga. Það er að mælast 0,8-0,9 prósentum minna á hverjum mánuði heldur en fyrir ári. Við sjáum merki um aukna einkaneyslu. Það er að lifna yfir fasteignamarkaði. Við sjáum miklu fleiri nýskráningar bíla. Við sjáum landið vera að fyllast af ferðamönnum. Við erum að horfa fram á aflaaukningu, vonandi, hjá vissum stofnum. Það lítur vel út með loðnuvertíð.

Það eru góðar horfur fram undan með þorskinn. Það er búið að auka kvóta í karfa. Þannig að það er heldur að birta yfir sjávarútveginum og er hann þó kraftmikill um þessar mundir.“

- Er botninum náð?

„Já. Ég er alveg sannfærður um að það erfiðasta er að baki. Það birtir alltaf yfir þegar maður veit að hlutirnir eru farnir að þróast í rétta átt. Þetta verður auðvitað áfram heilmikil glíma og við erum ekki komin í land með hluti sem við þurfum áfram að takast á við, eins og að ná að gera ríkisfjármálin, opinber fjármál, sjálfbær á næstu misserum. Það verður áfram glíma. Í það heila tekið er þetta að langmestu leyti að þróast í rétta átt,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
4 manna hornklefi Infrarauður Saunaklefi tilboð 279.000 var 350.000
Verð 350.000 Topp klefar.Tilboð 279.000 (er á leiðinni 4 vikur ) Hiti frá 30-...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is...
HARMÓNIKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oft afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 175...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...