Íslendingar trúa á Guð

mbl.is/Ásdís

Mikill meirihluti Íslendinga, eða 71%, trúir á Guð eða önnur æðri máttarvöld, samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Fram kom að konur eru almennt trúaðri en karlar en 84% sagðist trúa á Guð eða æðri máttarvöld en 58% karla. Þá eru þeir sem eldri eru trúaðri en þeir yngri.

Þá kom fram að 67% Íslendinga trúa á framhaldslíf. Konur eru mun trúaðri á framhaldslíf en karlar en 83% kvenna sagðist telja að líf væri eftir dauðann og 53%.

Hins vegar sögðust  22% telja að Guð hafi skapað heiminn en 68% sögðust telja, að heimurinn hefði orðið til í hinum svonefnda miklahvelli.

mbl.is