Skriða hækkana vofir yfir

Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum.
Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum. mbl.is/Skapti

Innlendir framleiðendur undirbúa verðhækkanir á vörum sínum vegna nýafstaðinna kjarasamninga og þess kostnaðarauka sem leiðir af stöðugum hækkunum á hrávöruverði.

„Allir innlendir framleiðendur eru að hækka gjaldskrána hjá sér, einn, tveir og þrír. Þeir eru fljótir að velta launahækkunum út í verðskrána,“ segir Gísli Sigurbergsson, verðlagsstjóri hjá Fjarðarkaupum, í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag og bætir við að nýgerðir kjarasamningar séu nefndir sem skýring hækkananna.

Spurð um þessa þróun og hækkanir á verðskrám, m.a. hjá Símanum og Íslandspósti, svarar Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, því til að ljóst sé að hærra verðlag vegi á móti markmiðum kjarasamninga.

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, segir undirliggjandi þörf fyrir hækkanir „á alla línuna“.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, óttast aukið atvinnuleysi og verðbólguskrið í haust takist ekki að örva fjárfestingu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert