Góð verkefni fá styrk

Marítafræðslan „Hættu áður en þú byrjar” hlaut fjárstyrk frá Dagsverki ...
Marítafræðslan „Hættu áður en þú byrjar” hlaut fjárstyrk frá Dagsverki Auðar

Styrkir AlheimsAuðar og Dagsverks voru veittir í gær. AlheimsAuður veitti ABC barnahjálp og BasicNeeds í Kína fjárstyrk.  Dagsverk Auðar styrkti Marítafæðsluna og úthlutaði vinnuframlagi til Sólheima.
 
ABC barnahjálp hlaut styrk frá Alheims Auði til kaupa á 200 saumavélum sem auka menntunar- og fræðslumöguleika stúlkna sem útskrifast úr ABC skólum víðsvegar um heiminn. 

Marítafræðslan „Hættu áður en þú byrjar” hlaut fjárstyrk frá Dagsverki Auðar til áframhaldandi forvarnarstarfs og þróun fræðsluefnis fyrir grunnskólabörn og foreldra þeirra.  

Sólheimar í Grímsnesi hlutu að þessu sinni vinnuframlag starfsmanna Auðar.  Auðarstarfsmenn munu veita Sólheimum liðsinni við gróðursetningu og garðyrkjustörf sem jafngildir einum vinnudegi á hvern starfsmann Auðar, segir í fréttatilkynningu.

mbl.is