Eagle við Miðbakka

Bandaríska skólaskipið Eagle lagðist að bryggju við Miðbakka fyrir hádegi í dag, en skipið tilheyrir liðsforingjaskóla/háskóla bandarísku strandgæslunnar, US Coast Guard Academy og þá um leið bandarísku strandgæslunni.

Skipið verður á Miðbakka fram á föstudag og er opið almenningi þriðjudaginn 28. júní kl. 13:00-19:00, miðvikudaginn 29. júní kl. 10:00-17:00 og fimmtudaginn 30.júní frá kl. 10:00-19:00.

mbl.is

Bloggað um fréttina