Íhaldsmenn stofna félag

Fyrr í vikunni var Félag íhaldsmanna stofnað. Félagið hyggst stuðla að fræðslu og umræðu um íhaldsstefnuna.

„Sá hópur er stofnað hefur félagið telur þörf á að skapa vettvang þar sem málefni líðandi stundar eru rædd á forsendum skynsemi með hliðsjón af eignarrétti, verndun arfleiðar og fullveldi þjóðarinnar og sjálfsákvörðunarétti heimila landsins. Þeir einstaklingar sem að félaginu standa telja að brýn nauðsyn sé að fá varfærnari nálgun í málum íslensku þjóðarinnar, sérstaklega í ljósi þess hversu margar yfirþyrmandi og róttækar hugmyndar hafa komið á síðustu misserum um að bylta íslensku samfélagi.
 
Íhaldsstefnan er ekki fullmótuð hugmyndafræði réttara er að líta á hana sem ákveðna varfærna afstöðu til stjórnunar samfélagsins. Stefnan á sér enga draumsýn eða útópíu, sem geti gilt fyrir allar þjóðir. Þvert á móti álíta íhaldsmenn að í mismunandi ríkjum og menningarheimum hljóti ávallt að vera mismunandi skipulag," segir í fréttatilkynningu.

Í stjórn félagsins eru: Gunnlaugur Snær Ólafsson, formaður, Fannar Hjálmarsson, Ásgeir Geirsson, Ólafur Hannesson og Þorvaldur Hrafn Yngvason.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert