Veiðirétthafar óttast áhrif gildruveiða

Makríll.
Makríll.

Til stendur að veiða makríl í gildrur í Gunnólfsvík í Bakkaflóa. Ísfélagið á Þórshöfn hefur fengið fimm milljóna króna styrk frá iðnaðarráðuneytinu til verkefnisins. Verkefnisstjórinn segir markmiðið að framleiða verðmætari vöru úr makrílnum.

Fjölmargir veiðirétthafar við Bakkaflóa hafa lýst yfir áhyggjum af gildruverkefninu og óttast slæm áhrif á laxagengd. Óðinn Sigþórsson, formaður Landsambands veiðifélaga, telur að gildrurnar hafi slæm áhrif á laxagengd á svæðinu við Bakkaflóa.

„Við ætlum að kanna hvort hægt sé að veiða makrílinn í gildrur þegar hann er feitastur og gera þannig meiri verðmæti úr honum,“ segir Jóhann Jónsson, verkefnastjóri hjá Ísfélaginu í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. Hann segir tilraunir þegar hafnar en verkefnið sé þó að mestu á hugmyndastigi.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »