Brotist var inn í hvalveiðibát

Þjófarnir komust undan og er nú leitað.
Þjófarnir komust undan og er nú leitað.

Brotist var inn í hvalveiðibát, við Ægisgarð í Reykjavík í nótt, en tilkynnt var um  innbrotið á þriðja tímanum.

Að sögn lögreglu er ekki vitað að svo stöddu hverju var stolið. Þjófarnir komust undan og er þeirra nú leitað. Rannsókn stendur nú yfir. 

mbl.is