„Veikir ekki innra starf flokksins“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að úrsögn Guðmundar Steingrímssonar alþingismanns úr flokknum hafi ekki komið sér á óvart að öllu leyti.

Sigmundur telur að úrsögnin muni ekki veikja innra starf Framsóknarflokksins, áhrifin muni fyrst og fremst verða þau að málin verða rædd og það metið í kjölfarið hvort hægt sé að gera einhverja hluti betur. Eðlilegt sé að gera slíkt þegar breytingar verða.

mbl.is

Bloggað um fréttina