Þarf að skoða þátt ráðherrans

Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hafi fjármálaráðherra hvatt til þess að leita fleiri viðskiptavina fyrir orku á Suðurnesjum en væntanlegs álvers í Helguvík hafi hann í raun komið í veg fyrir sölu orku til álversins. Ef satt reynist sé um mjög alvarlegt mál að ræða.

Í grein sem Morgunblaðið birti í morgun er fullyrt að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hafi unnið gegn byggingu álvers í Helguvík. Þetta hafi hann gert með því að beita sér fyrir því að auka fjölbreytni í viðskiptavinahópi HS Orku.

Áður hafði ríkisstjórnin gert samkomulag við Norðurál um að greiða fyrir byggingu álvers í Helguvík.

mbl.is

Bloggað um fréttina