Vilja að Obama

Hvalveiðiskipið Hvalur 9.
Hvalveiðiskipið Hvalur 9. mbl.is/Kristinn

Umhverfisverndarsinnar hvöttu til þess í morgun, að bandarísk stjórnvöld gripu til aðgerða gegn fleiri hvalveiðiþjóðum en Íslandi. Bandaríkjaforseti fyrirskipaði embættismönnum að beita Íslendinga diplómatískum þrýstingi til að fá þá til að hætta hvalveiðum.

Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna gaf í sumar út svonefnda staðfestingarkæru á hendur Íslandi á þeirri forsendu að Íslendingar græfu með hvalveiðum sínum undan friðunarmarkmiðum Alþjóðahvalveiðiráðsins. Lagði ráðherrann til við Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, að gripið yrði til diplómatískra aðgerða gegn Íslandi vegna hvalveiða Íslendinga. Forsetinn ákvað í gær að fara að tillögu ráðherrans.

Bandaríska leikkonan Hayden Panettiere, sem er talskona samtakanna The Whaleman Foundation, hrósaði í yfirlýsingu Obama fyrir að grípa til aðgerða gegn Íslandi.

„Og við hvetjum forsetann til að grípa einnig til svipaðra aðgerða gegn Japan og Noregi," segir hún í yfirlýsingu. 

Hayden Panettiere.
Hayden Panettiere. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert