Hitinn fór í 19,6 stig

Hiti mældist 19,6 stig í Skaftafelli í morgun. Myndin er …
Hiti mældist 19,6 stig í Skaftafelli í morgun. Myndin er úr safni. Brynjar Gauti

19,6 stiga hiti mældist í Skaftafelli fyrr í morgun en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands má rekja þennan mikla hita til hnjúkaþeys ofan af Öræfajökli og hefur hitinn síðan lækkað í 12 stig.

Hlýtt loft fer nú yfir landið og er hiti víðast hvar á bilinu 9-15 stig, sem þó þykir ekki sérstaklega markvert í septembermánuði. Samkvæmt veðurstofu er að snúast í sunnanátt og kólnar í kjölfarið.

Enn gæti þó hlýnað í veðri fyrir norðan seinna í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert