Vaxtakostnaður ríkisins hækkar

Fjárlagafrumvarp ársins 2012 var lagt fram á Alþingi í dag.
Fjárlagafrumvarp ársins 2012 var lagt fram á Alþingi í dag. mbl.is/Golli

Vaxtakostnaður ríkissjóðs fer hækkandi vegna þess á vextir heima og erlendis eru að hækka. Vaxtakostnaður ríkissjóð hefur reynst talsvert minni á þessu og síðasta ári vegna þess að vextir eru í sögulegu lágmarki.

Eftir hrun var því spáð að vaxtakostnaður myndi fara í um 100 milljarða á ári, sem hefði þýtt að ein af hverjum fimm krónum sem ríkið greiðir hefði farið í að greiða vexti. Þessi dökka spá gekk ekki eftir og má það að miklu leyti þakka að vextir lækkuðu mjög mikið. Ríkið greiddi 84 milljarða í vexti árið 2009, 68 milljarðar í fyrra og horfur eru á að vaxtaútgjöldin verði 67 milljaðar á þessu ári sem rúmlega 6 milljörðum minna en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Reiknað er hins vegar með að vaxtakostnaður ríkisins verði 78,4 milljarðar á næsta ári. Skýringin er hækkandi vextir, en auk þess eru skuldir ríkissjóðs eru að hækka vegna hallarekstur síðustu ára.

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir að skuldir ríkissjóð verði 1.406 milljarðar á næsta ári. Skuldirnar námu 311 milljörðum árið 2007.

mbl.is