Samstaða á Austurvelli

Ríflega 1.000 manns voru á Austurvelli í kvöld að mótmæla og sýna samstöðu þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi.

Mótmælin voru hávaðasöm en friðsöm. Barið var í tunnur og óeirðagirðingu, sem lögreglan setti upp fyrir framan alþingishúsið, og einnig var kveikt á blysum. Nokkrum eggjum var kastað í þinghúsið.

mbl.is