Fulltrúar Alþingis fengu greitt

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Heiddi

Fulltrúar Alþingis sem hafa átt sæti í ríkisfjármálanefnd hafa fengið greitt fyrir setu í nefndinni. Þetta kemur fram í svari ríkisendurskoðunar við fyrirspurn Höskulds Þórhallssonar, þingmanns Framsóknarflokksins. Fyrrverandi formaður fjárlaganefndar segir að nefndin hafi ekki verið starfandi frá árinu 2008.

Fram kemur í svari ríkisendurskoðunar að ríkisfjármálanefnd fari með óformleg samskipti fjárlaganefndar Alþingis og fjármálaráðuneytisins vegna framkvæmdar fjárlaga. Þá segir að formaður og varaformaður fjárlaganefndar hafi fengið greidd laun eða þóknanir.

Í apríl 2010 óskaði Höskuldur eftir því að ríkisendurskoðun myndi afla upplýsinga um þær nefndir og starfshópa sem störfuðu á vegum forsætisráðuneytisins og fjármálaráðuneytisins og fjölluðu um ríkisfjármál. Þá óskaði hann eftir upplýsingum um það hvort alþingismenn sem hefðu tekið þátt í störfum nefndanna og hópanna hefðu þegið laun fyrir sín störf sl. fjögur ár.

Höskuldur segir í samtali við mbl.is að hann hafi loks fengið svör nú í júní og segir hann að það sé grafalvarlegt að svarið skuli hafa borist svona seint.

„Ég hef gagnrýnt það að þessi ríkisfjármálanefnd hafi yfirleitt verið til vegna þess að þeir sem bera mesta ábyrgð á því að fjárlagafrumvarpið fái faglega umfjöllun í þinginu eru formaður og varaformaður nefndarinnar. Það gengur ekki að þessir aðilar séu látnir endurskoða eigin störf og tillögur,“ segir Höskuldur. Þetta endurspegli svo margt sem sé að fjárlagagerðinni.

Þingmenn á launum hjá framkvæmdavaldinu

„Ég fékk svar frá hæstvirtum ríkisendurskoðanda fyrir stuttu síðan þar sem kemur í ljós að formaður og varaformaður fjárlaganefndar hafi verið á launum hjá framkvæmdavaldinu við að leggja grunninn að fjárlagafrumvarpinu. Það er grafalvarlegt. Það er bara grafalvarlegt. Hverjir sjá svo um einmitt eftirlit með þeirri vinnu sem á að fara fram innan framkvæmdavaldins. Er það ekki löggjafarvaldið? Er það ekki rétt? Þetta eru staðfestar upplýsingar frá ríkisendurskoðanda,“ sagði Höskuldur í umræðum um fjárlög næsta árs á Alþingi í dag, en hann beindi spurningunni til núverandi formanns fjárlaganefndar.

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, sagðist ekki ætla að tjá sig um málið að svo stöddu. „Ég hef ekki verið inni í þessum málavöxtum. Hef ekki séð þau samskipti sem að háttvirtur þingmaður hefur átt við eftirlitsaðila þingsins. Og mun því ekki tjá mig frekar um það hér í pontu að svo stöddu,“ sagði Sigríður.

Ásökunum vísað á bug

Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi formaður fjárlaganefndar og núverandi þingflokksformaður Samfylkingarinnar, vísaði því hins vegar á bug að hún hefði fengið greitt fyrir setu í nefndinni. „Ég hef séð þetta bréf sem Höskuldur Þórhallsson var að tala hér um áðan. Það er langt síðan að ég hafði samband við ríkisendurskoðanda og bað þá um að leiðrétta þessi rangindi. Þá fékk ég þær upplýsingar að þessi nefnd hefði verið starfandi á árinu 2008. Hún hefur ekki verið starfandi síðan,“ sagði Oddný á Alþingi í dag.

Í samtali við mbl.is segist Höskuldur vera að gagnrýna það samkrull sem hafi verið á milli framkvæmdavaldsins og löggjafarvaldsins við gerð fjárlaga. „Þetta samkrull er enn til staðar jafnvel þó að nefndirnar beri annað nafn í dag og aðrir aðilar eigi sæti í þeim. Eina sem ég get gert er að treysta því að ríkisendurskoðandi gefi mér réttar og fullnægjandi upplýsingar. Þá hljóti maður að spyrja sig, hvað geri það að verkum að fulltrúi í fjárlaganefnd þurfi að bíða í eitt ár og fjóra mánuði eftir svari frá þeim sem eigi að hafa mest eftirlit með fjárlögum hvers árs,“ segir Höskuldur.

mbl.is

Innlent »

Logi valdur að endurkomu Jóns Axels

Í gær, 23:58 „Jón Axel á sér magnaða sögu í útvarpi,“ segir Logi Bergmann Eiðsson sem segist ánægður með að vera valdur að endurkomu Jóns Axels í útvarp. Jón er einn þáttastjórnenda morgunþáttarins Ísland vaknar á K100. Meira »

Útköllum fjölgar jafnt og þétt

Í gær, 23:18 Bráðabirgðatölur frá flugdeild Landhelgisgæslu Íslands sýna að á nýliðnu ári voru útköll björgunarþyrla og flugvéla stofnunarinnar alls 257. Árið 2016 voru þau 251 og hefur því útköllunum fjölgað enn eitt árið. Meira »

Þrengslin og Hellisheiði opin fyrir umferð

Í gær, 22:54 Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengslin aftur fyrir bílaumferð en óvíst er hvort Mosfellsheiði opnist í kvöld. Lyngdalsheiði verður lokuð til morguns. Meira »

Kalt vetrarveður í kortunum

Í gær, 21:21 Vind tekur að lægja í kvöld og nótt um mest allt land, að undanskildum norðanverður Vestfjörðum. Mikið hvassviðri hefur verið á norðvestan- og vestanlands í dag og þá mældist meðalvindur á Mosfellsheiði 20 metrar á sekúndu í dag. Meira »

Spyrji aldraða um áfengisnotkun

Í gær, 20:44 Áfengismisnotkun aldraðra er falinn vaxandi vandi. Læknar þurfa að vera meðvitaðir um þetta og spyrja sjúklinga um notkun áfengis þegar þeir er meðhöndlaðir vegna annarra kvilla. „Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar svo fólk fái réttar greiningar,“ segir læknir á öldrunardeild LSH og SÁÁ. Meira »

Fjölbreytilega Flórída

Í gær, 20:19 Það er ekki lítið verkefni að fara með fimm manna fjölskyldu í 20 daga frí og því þarf skipulagningin að vera góð. Eins og flestir eyddum við hjónin því dágóðri stund í að skoða möguleikana þegar langþráð sumarfrí, þótt í október væri reyndar, var í kortunum. Meira »

Búið að opna Hellisheiði

Í gær, 19:48 Búið er að opna Hellisheið og þá verða Þrengslin væntanlega opnuð í kvöld. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.  Meira »

Vefsíða um háskólanám eftir iðnnám

Í gær, 20:01 Háskólinn í Reykjavík hefur opnað nýja vefsíðu um háskólanám fyrir iðnmenntaða; www.hr.is/idn. Tilgangurinn með síðunni er að kynna fjölbreytta möguleika þeirra sem lokið hafa iðn- og tækninámi, til háskólanáms við HR. Meira »

Segir snjómokstur ekki nýtast öllum

Í gær, 19:40 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar fagnar því að Vegagerðin sjái nauðsyn til þess að auka við snjómokstur í Svarfaðardal. Ráðið furðar sig aftur á móti á því í hverju aukningin á snjómokstri er fólgin og telur að hún muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Meira »

„Leiðinlegt og vandræðalegt“

Í gær, 19:06 Umræða um jarðvegsgerla í neysluvatni í Reykjavík var fyrsta mál á dagskrá borgarstjórnarfundar síðdegis í dag. „Þetta er allt frekar leiðinlegt og vandræðalegt,“ sagði Halldór Halldórsson, borgarfulltrúi og oddviti Sjálfstæðisflokks. Meira »

Körfuboltapabbi á Króknum

Í gær, 18:58 Tindastóll frá Sauðárkróki vann bikarinn í meistaraflokki karla í körfubolta á laugardaginn var. Þetta var í fyrsta sinn sem Tindastóll vann svo stóran titil í meistaraflokknum. Meira »

Gengur ágætlega að koma fólki af heiðinni

Í gær, 18:28 Ágætlega hefur gengið að koma ökumönnum og farþegum þeirra bíla, sem voru í vanda á Mosfellsheiði í dag, til hjálpar og er röð bíla á leiðinni niður af heiðinni í fylgd með bílum björgunarsveita. Meira »

Flugfélagið án tekna í einn mánuð á ári

Í gær, 18:14 Í fyrra var 7,2% af öllum flugum Air Iceland connect aflýst og árið 2016 var 9,2% af öllum flugum aflýst. Hlutfallslega þýðir það að félagið þarf að loka í um 30 daga á ári þar sem engar tekjur koma en á sama tíma þarf að greiða laun og jafnvel bætur. Meira »

Tvær rútur fastar þvert á veginn

Í gær, 16:40 Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk niður af Mosfellsheiði, en þar eru margir bílar fastir og tvær rútur eru fastar þvert á veginn. Enginn er slasaður, en ferja verður farþegana til byggða. Meira »

Töldu jafnréttisumræðu óþarfa árið '99

Í gær, 16:30 Kynbundin áreitni og ofbeldi leiðir til lægri framleiðni á vinnustðum, aukinnar starfsmannaveltu, óþarfa kostnaðar, slæms starfsanda og þar af leiðandi til lægri vergrar þjóðarframleiðslu og aukinna útgjalda vegna velferðarmála, heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Þetta kom fram í málstofu um #metoo-byltinguna sem á Læknadögum í Hörpu í morgun. Meira »

Konur stýra atvinnuveganefnd í fyrsta sinn

Í gær, 16:41 Fyrsti fundur atvinnuveganefndar Alþingis eftir jólaleyfi fer fram á morgun, miðvikudag. Þrjár konur stýra störfum nefndarinnar og er það í fyrsta skipti frá stofnun nefndarinnar árið 2011 sem svo er. Þá hafa konur heldur ekki veitt fyrirrennurum nefndarinnar forystu. Meira »

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Tvö snjóflóð loka Flateyrarvegi

Í gær, 16:07 Flateyrarvegur er lokaður eftir að tvö snjóflóð féllu á veginn laust eftir klukkan tvö í dag, beint fyrir utan Breiðadal. Vegurinn er lokaður, rétt eins og vegurinn um Súðavíkurhlíð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Mercedes Benz
Mercedes Benz Sprinter Maxi 316 CDi. Framl. 07.2016. Ekinn 11 þús km. 4x4. Hátt ...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
3 sófaborð til sölu
Til sölu 3 sófaborð úr massífum við, bæði lítil og stærri. Seljast ódýrt. Egger...
 
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...