Kanínur trufla umferð

Harður þriggja bíla árekstur var á Reykjanesbraut við Bústaðaveg nú …
Harður þriggja bíla árekstur var á Reykjanesbraut við Bústaðaveg nú síðdegis. Árekstur.is

Hálf önnur tylft árekstra hefur orðið á höfuðborgarsvæðinu í dag þar sem starfsmenn áreksturs.is hafa aðstoðað ökumenn á vettvangi.

Harður þriggja bíla árekstur var á Reykjanesbraut við Bústaðaveg nú síðdegis. Voru allir bílarnir óökufærir eftir óhappið og voru þeir fluttir af vettvangi með kranabifreið frá Krók.  

Þá hafa mikil vandræði og hætta  skapast af kanínum sem hafa stokkið út á afreinina frá Stekkjarbakka niður að Reykjanesbrautinni. Mikið er um kanínur á þessu svæði og eru dæmi þess að kanínur hafi valdið að umferðaróhöppum þar samkvæmt upplýsingum frá Árekstri.is. Jafnvel hafa kanínur sést á vappi á Reykjanesbrautinni sjálfri og haft mikil truflandi áhrif á umferð um brautina.

mbl.is