Páll tekur ekki starfið

Páll Magnússon.
Páll Magnússon.

Páll Magnússon hefur tilkynnt fjármálaráðherra í dag að hann muni ekki taka við starfi forstjóra Bankasýslu ríkisins.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu, sem Páll hefur sent til fjölmiðla. Segir Páll að með afsögn stjórnar Bankasýslunnar í gær séu brostnar allar forsendur þess að hann komi til starfa sem forstjóri stofnunarinnar.

„Það er óvinnandi verkefni fyrir hlutaðeigandi að sitja undir pólitískum afskiptum en í raun hafa stjórnmálamenn krafist þess að lögum og reglum um opinberar ráðningar verði vikið til hliðar í málefnum Bankasýslunnar," segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina