Munum áfram nota krónu

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á landsfundi VG, sem hófst á Akureyri í dag.

„Sæluríki evrunnar lítur nú ekki beinlínis vel út um þessar mundir og jafnvel norska krónan, sem ég hef stundum verið grunaður um að daðra við, hefði nú reynst íslenskum veruleika strembin með sínum olíustyrk undanfarin misseri. Á Íslandi erum við að ná utan um okkar vanda, allavega þann sem snýr beint að okkur sjálfum, og höfum lært þá lexíu að við getum til lengri tíma litið ekki eytt meiru en við öflum. Íslandsvinurinn og nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, benti í gær á það á ráðstefnu hér á landi, að krónan hefði hjálpað landinu í gegnum hrunið. Ég er sannfærður um að atvinnuleysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tímabundið, í háa tveggja stafa prósentutölu, ef við hefðum ekki haft okkar eigin gjaldmiðil, úr því sem komið var.

Og er ekki reynsla sumra annarra þjóða að sýna að það er nákvæmlega eins hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum? Meira að segja mætti halda því fram að hið falska öryggi evrunnar hafi leitt margar þær þjóðir sem nú eru í vanda, einmitt í þær ógöngur sem þær eru í. Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð með þeim eina fyrirvara að gjaldmiðlamál heimsins alls eru á hverfanda hveli. Allavega er það ljóst að engin gjaldmiðils- og peningastefna verður mótuð hér á landi, með aðild okkar vinstri grænna, öðruvísi en að krónan verði þar fullgildur valkostur við aðrar hugmyndir. Það er vissulega krefjandi verkefni að treysta þannig undirstöður efnahagslífs og ríkisfjármála að hægt sé að reka eigin gjaldmiðil.

En mistök fortíðarinnar mega ekki berja úr okkur kjarkinn og eru engin sönnun þess að það sé ekki hægt. Stefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum er óbreytt, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess, og það gera aðrir flokkar, þar með talið vinir okkar og samstarfsaðilar í Samfylkingunni, rétt í að hafa í huga,“ sagði Steingrímur.

Breytingar á skattkerfinu í samræmi við stefnu VG

Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði orðið að takast á við þann mikla halla á ríkissjóði sem varð eftir hrun. Ekki hefði verið hægt að komast hjá því að hækka skatta til að stöðva tekjufall ríkissjóðs. Ekki hefði verið hægt að reka velferðarkerfi á erfiðleikatímum, með auknum útgjöldum t.d. vegna atvinnuleysis, á horfnum góðæristekjum.

„Breytingar okkar í skattamálum hafa þó ekki aðeins miðað við að stöðva tekjufallið, heldur eru þær algjörlega í samræmi við pólitíska stefnumótun og tillögur flokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 og árin þar á undan. Þær tillögur miðuðust að því að ná fram meiri tekjujöfnuði í gegnum skattkerfið, innleiða græna skatta, svo sem kolefnisgjald og skattleggja bílaflotann miðað við koldíoxíðslosun, auka tekjur þjóðarinnar af auðlindum, hlífa venjulegum sparnaði fólks, en skattleggja mikinn fjármagnsgróða og stóreignir. Allt þetta hefur tekist. Þeir sem hefðu fyrir því að bera saman skattkerfið í dag og stefnu VG frá umliðnum árum, kæmust að athyglisverðri niðurstöðu.

Greining á áhrifum skattkerfisbreytinganna leiðir í ljós að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað, frá fólki með lægri tekjur, yfir á hátekjufólk og stóreignafólk. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008. Kannski er það þess vegna sem formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að nauðsynlegt sé að afnema allar skattkerfisbreytingar núverandi ríkisstjórnar. Svo að hægt sé að viðhalda ójöfnuðinum í samfélaginu?“ sagði Steingrímur.

Ræða Steingríms

mbl.is

Innlent »

ALC leggur Isavia og fær þotuna

11:04 Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í morgun að ALC, eigandi Airbus þotu sem WOW hafði á leigu fyrir gjaldþrot félagsins og hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli síðustu mánuði, þyrfti aðeins að greiða þá upphæð sem væri tengd vélinni en ekki allar skuldir annarra flugvéla á vegum WOW við Isavia. Meira »

77% virkir á vinnumarkaði við útskrift

10:57 Um 77% þeirra 9.500 einstaklinga sem útskrifast hafa frá VIRK eru virkir á vinnumarkaði við útskrift; þ.e. í vinnu, í atvinnuleit eða lánshæfu námi. Þetta kemur fram í frétt sem birt er á vef starfsendurhæfingarsjóðsins. Meira »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...
Hvaða efni er í Hornstrandabókunum?
Dæmi: Viðtal Stefáns Jónssonar við Alexander Einarsson frá Dynjanda Viðamikið ...