Munum áfram nota krónu

Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon ávarpar Landsfund VG á Akureyri undir kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð.“ Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á landsfundi VG, sem hófst á Akureyri í dag.

„Sæluríki evrunnar lítur nú ekki beinlínis vel út um þessar mundir og jafnvel norska krónan, sem ég hef stundum verið grunaður um að daðra við, hefði nú reynst íslenskum veruleika strembin með sínum olíustyrk undanfarin misseri. Á Íslandi erum við að ná utan um okkar vanda, allavega þann sem snýr beint að okkur sjálfum, og höfum lært þá lexíu að við getum til lengri tíma litið ekki eytt meiru en við öflum. Íslandsvinurinn og nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Paul Krugman, benti í gær á það á ráðstefnu hér á landi, að krónan hefði hjálpað landinu í gegnum hrunið. Ég er sannfærður um að atvinnuleysi hér á landi hefði farið, a.m.k. tímabundið, í háa tveggja stafa prósentutölu, ef við hefðum ekki haft okkar eigin gjaldmiðil, úr því sem komið var.

Og er ekki reynsla sumra annarra þjóða að sýna að það er nákvæmlega eins hægt að setja sig á hausinn í evrum og krónum? Meira að segja mætti halda því fram að hið falska öryggi evrunnar hafi leitt margar þær þjóðir sem nú eru í vanda, einmitt í þær ógöngur sem þær eru í. Ekkert bendir til annars en að krónan verði gjaldmiðill Íslands í fyrirsjáanlegri framtíð með þeim eina fyrirvara að gjaldmiðlamál heimsins alls eru á hverfanda hveli. Allavega er það ljóst að engin gjaldmiðils- og peningastefna verður mótuð hér á landi, með aðild okkar vinstri grænna, öðruvísi en að krónan verði þar fullgildur valkostur við aðrar hugmyndir. Það er vissulega krefjandi verkefni að treysta þannig undirstöður efnahagslífs og ríkisfjármála að hægt sé að reka eigin gjaldmiðil.

En mistök fortíðarinnar mega ekki berja úr okkur kjarkinn og eru engin sönnun þess að það sé ekki hægt. Stefna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Evrópumálum er óbreytt, að hagsmunum okkar sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan þess, og það gera aðrir flokkar, þar með talið vinir okkar og samstarfsaðilar í Samfylkingunni, rétt í að hafa í huga,“ sagði Steingrímur.

Breytingar á skattkerfinu í samræmi við stefnu VG

Steingrímur sagði að ríkisstjórnin hefði orðið að takast á við þann mikla halla á ríkissjóði sem varð eftir hrun. Ekki hefði verið hægt að komast hjá því að hækka skatta til að stöðva tekjufall ríkissjóðs. Ekki hefði verið hægt að reka velferðarkerfi á erfiðleikatímum, með auknum útgjöldum t.d. vegna atvinnuleysis, á horfnum góðæristekjum.

„Breytingar okkar í skattamálum hafa þó ekki aðeins miðað við að stöðva tekjufallið, heldur eru þær algjörlega í samræmi við pólitíska stefnumótun og tillögur flokksins fyrir alþingiskosningarnar 2009 og árin þar á undan. Þær tillögur miðuðust að því að ná fram meiri tekjujöfnuði í gegnum skattkerfið, innleiða græna skatta, svo sem kolefnisgjald og skattleggja bílaflotann miðað við koldíoxíðslosun, auka tekjur þjóðarinnar af auðlindum, hlífa venjulegum sparnaði fólks, en skattleggja mikinn fjármagnsgróða og stóreignir. Allt þetta hefur tekist. Þeir sem hefðu fyrir því að bera saman skattkerfið í dag og stefnu VG frá umliðnum árum, kæmust að athyglisverðri niðurstöðu.

Greining á áhrifum skattkerfisbreytinganna leiðir í ljós að verulegur tilflutningur á skattbyrði hefur átt sér stað, frá fólki með lægri tekjur, yfir á hátekjufólk og stóreignafólk. Helmingur hjóna, ca. 31.000 hjón, greiða nú lægra hlutfall af tekjum sínum í tekjuskatt og útsvar, þ.m.t. fjármagnstekjuskatt, á árinu 2010 en þau gerðu árið 2008. Kannski er það þess vegna sem formaður Sjálfstæðisflokksins talar um að nauðsynlegt sé að afnema allar skattkerfisbreytingar núverandi ríkisstjórnar. Svo að hægt sé að viðhalda ójöfnuðinum í samfélaginu?“ sagði Steingrímur.

Ræða Steingríms

mbl.is

Innlent »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »

Jafnt hlutfall kynja í Viðskiptaráði

05:30 Á aðalfundi Viðskiptaráðs Íslands í síðustu viku var samþykkt að leiða í lög ráðsins ákvæði um kynjakvóta í stjórn.  Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Verslun mætir mótbyr

05:30 Könnun sem rannsóknarfyrirtækið Zenter gerði fyrir Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) leiðir í ljós að tæpur þriðjungur landsmanna segist bera lítið eða ekkert traust til verslunar á Íslandi. Meira »

Vilja þrýsta á um vegaúrbætur

05:30 „Það hefur færst aukinn kraftur í umræðuna um umferðaröryggi á Kjalarnesi undanfarnar vikur og Kjalnesingar ýta á úrbætur. Þess vegna legg ég fram á morgun tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn um úrbætur í vegamálum á Kjalarnesi.“ Meira »
inntökupróf
Inntökupróf í læknisfræði í Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu verð...
Bátavél og dýptamælir til sölu
Til sölu bátavél SABB Mitsubishi M4 69 hp með skiptiskrúfu og dýptarmælir JRV F...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Fulltrúaráðsfundur
Fundir - mannfagnaðir
Vörður - fulltrúaráð sjálfstæðisf...