Stefnan óbreytt

Steingrímur J. Sigfússon formaður VG flytur ræðu sína á landsfundinum …
Steingrímur J. Sigfússon formaður VG flytur ræðu sína á landsfundinum í dag. Til vinstr er táknmálstúlkur. mbl.is/Skapti

Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG og fjármálaráðherra, segir ekkert benda til annars en að krónan verði áfram gjaldmiðill Íslands. Við upphaf landsfundar VG í gær ítrekaði Steingrímur jafnframt að stefna flokksins í Evrópumálum væri óbreytt og „það gerðu aðrir flokkar, þar með talin Samfylkingin, rétt í að hafa í huga,“ sagði hann.

Í almennum stjórnmálaumræðum gagnrýndi Hjörleifur Guttormsson, fyrrv. ráðherra, harðlega viðræður við ESB. Ef ekki yrði grundvallarbreyting á afstöðu flokksins myndi VG standa uppi rúin trausti. Hann sagði mál til komið að horfa raunsætt á stöðuna og þá ábyrgð sem á flokknum hvíldi „í stærsta máli sem þjóðin hefur borið frá því við náðum fullveldi 1918“.

Í umfjöllun um landsfundinn í Morgunblaðinu í dag segir, að Þráinn Bertelsson alþingismaður, sem nýlega gekk til liðs við þingflokk VG, hafi aftur á móti sagst hafa verið velkominn þegar ríkisstjórnin þurfti á honum að halda og ekki gengi að segja fólki að fara til fjandans með „þessari miklu ESB-andúð“, eins og hann orðaði það.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert