Telja hótel handan við hornið

Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn
Ráðstefnu og tónlistarhúsið Harpa við Reykjavíkurhöfn mbl.is/Júlíus

Viðræður við svissneska fjárfestingafélagið World Leisure Investment um að byggja lúxushótel við hlið Hörpu ganga vel og er stefnt að því að skrifa undir samning fyrir áramót, að sögn Péturs J. Eiríkssonar, starfandi stjórnarformanns Situsar, en það félag fer m.a. með lóðaréttindi í nágrenni Hörpu.

„Það er góður gangur í viðræðunum,“ segir Pétur en næsti fundur með svissneska félaginu, sem á sér þýskt móðurfélag, er í dag.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er nú stefnt að því að reisa fimm stjörnu hótel með rúmlega 260 herbergjum sem yrði rekið undir merkjum Marriott-hótelkeðjunnar.

Lóðin var boðin út fyrr á þessu ári og átti World Leisure Investment hagstæðasta tilboðið í lóðina, 1,8 milljarða króna. Meðbjóðandi var íslenska verkfræðistofan Efla.

Verði ritað undir samninga um áramót er talið að hvers kyns pappírsvinna, vinna við teikningar og fleira taki um hálft ár. Hægt yrði að byrja á framkvæmdum á næsta ári en miðað er við að hótelið verði opnað vorið 2015. „Það er best að opna hótel að vori,“ segir Pétur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »