Fengu viðurkenningu Stígamóta

Samtökin Stóra systir berjast gegn vændi á Íslandi.
Samtökin Stóra systir berjast gegn vændi á Íslandi.

Stítamót veittu í dag fimm konum og einum samtökum kvenna viðurkenningar fyrir að hafa fylgt réttlætiskennd sinni og rutt brautina fyrir raunverulegt kvenfrelsi. 

Alþjóðlegur dagur gegn kynferðisofbeldi er í dag og eru viðurkenningarnar veittar af því tilefni.  

Verðlaunahafarnir voru  Berit Aas, professor emerita, Guðrún Ebba Ólafsdóttir, María Lilja Þrastardóttir, Margrét Pétursdóttir, Sóley Tómasdóttir og aðgerðahópurinn Stóra systir.

mbl.is