Risajaki á Jökulsárlóni

Ísjakinn er mjög stór.
Ísjakinn er mjög stór. Ljósmynd/Runólfur J. Hauksson

Jakar á Jökulsárlóni hafa farið minnkandi á seinni árum. Í morgun kom starfsfólk sem siglir með gesti á lóninu auga risastóran jaka, en hann er um 350 metrar í þvermál þar sem hann er breiðastur.

Runólfur J. Hauksson hefur síðustu fjögur ár haft það sem atvinnu að sigla með ferðafólk um Jökulsárlón. Hann segir að fyrsta sumarið hafi verið þarna stórir ísjakar, en síðan hafi ísjakarnir farið sífellt minnkandi.

„Í morgun gladdi það augu okkar starfsfólksins að sjá að það var kominn einn risi inn undir Jökli. Líkast til um 40 metra hár þar sem hann er hæstur og hátt í 350 metrar á lengsta kant,“ segir Runólfur.

Ljósmynd/Runólfur J. Hauksson
mbl.is