Lýsa ánægju með Ögmund

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Stjórn Vinstri grænna í Reykjavík lýsir yfir létti og ánægju með þá ákvörðun Ögmundar Jónassonar að synja Huang Nubo leyfis til uppkaupa á íslensku landi.

„Megi þetta verða vísir þess sem koma skal, að eignarhald á jarðnæði verði úr höndum auðmanna, hverrar þjóðar sem þeir eru, og að einkaeignarhald á jarðnæði heyri almennt sögunni til," segir í tilkynningu frá stjórninni.  

mbl.is

Bloggað um fréttina