Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað

mbl.is/Kristinn

„Það tjón sem ég hef orðið fyrir er óbætt. Háskólinn hefur ekki bætt mér lögfræðikostnaðinn sem hlaust af brotum siðanefndar Háskóla Íslands á eigin starfsreglum og siðareglum HÍ eins og hin óháða rannsóknarnefnd háskólaráðs staðfesti að hefði átt sér stað í skýrslu sem skilað var til ráðsins núna í haust,“ segir Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Þar á hann ekki aðeins við fjárhagslegt tjón heldur einnig tjón á mannorði. Hann komi til með að fylgja því eftir innan HÍ með kærum gagnvart þeim sem hafi brotið sem mest á honum. Greint var frá því í síðasta Sunnudagsmogga að sérstök rannsóknarnefnd skilaði í síðasta mánuði af sér skýrslu um störf siðanefndar og stjórnsýslu HÍ vegna málsmeðferðar kæru samtakanna Vantrúar á hendur Bjarna sem töldu að sér vegið í kennslu hans, án þess að sækja þó tíma.

Aðspurður segist Bjarni telja að bæði Þórður Harðarson, prófessor í læknisfræði sem var formaður siðanefndar, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði sem einnig sat í nefndinni, eigi að víkja úr henni, „enda hafa þeir gerst brotlegir við siðareglur HÍ um málsmeðferð og margbrotið starfsreglur siðanefndarinnar, samkvæmt því sem skýrsla rannsóknarnefndar háskólaráðs hefur sýnt fram á. Ég skil ekki hvernig þeir geta setið áfram sem siðanefndarfulltrúar þegar slíkur úrskurður er kominn.“

Bjarni segist enn vera stundakennari við HÍ en hann hafi kennt við guðfræði- og trúarbragðafræðideild háskólans í mörg ár.

Unnið í góðri trú

Kristín Ingólfsdóttir, rektor við HÍ, segir málið flókið þegar spurt er hvort ekki hefði verið rétt að Þórður og Þorsteinn vikju úr siðanefnd. „Þeir sem hafa komið að málsmeðferðinni af hálfu siðanefndar hafa að mínu áliti gert það í góðri trú og viljað leita sátta þannig að enginn teldi á sig hallað,“ segir Kristín. Vantrú hafi dregið kæruna til baka á endanum og háskólaráð síðan skipað óháða nefnd til að fara yfir meðferð málsins að beiðni beggja aðila. Í ljósi framvindu málsins megi þó spyrja hvort HÍ hafi ekki haft nægilega skýrar málsferðarreglur til að styðjast við.

Varðandi lögfræðikostnað Bjarna segir Kristín að það gildi almennt um siðanefndir í íslensku réttarfari að lögfræðikostnaður sem stofnað er til vegna kæru til slíkra nefnda sé ekki greiddur af viðkomandi stofnun. Hún tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að siðanefnd starfi sjálfstætt og án afskipta rektors, líkt og í þessu tilfelli, þar sem nefndin sé oft að skoða mál sem rektor á endanum beri ábyrgð á. Almennt sé því ekki við hæfi að rektor skipti sér af málsmeðferð þeirra mála. „Því tel ég ekki rétt að ég blandi mér í einstök efnisatriði,“ segir Kristín og vísar til bókunar háskólaráðs í kjölfar birtingar skýrslu óháðu nefndarinnar. Endurskoðun starfsreglna hafi farið fram til að koma til móts við þau sjónarmið sem koma fram í skýrslunni. „Það sem þetta hefur kennt okkur er að málsmeðferðarreglur verða að vera skýrar og ferli mála gagnsætt.“

Kristín hafnar því að skýrslan sé áfellisdómur yfir siðanefnd. Málið hafi undið upp á sig af mörgum ástæðum og orðið að stóru máli.

Vill að Alþingi skoði málið

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók mál Bjarna Randvers og Háskóla Íslands upp á Alþingi í gær. Hann telur að þingið eigi að skoða málið betur og vísar þar til umfjöllunar í síðasta Sunnudagsmogga.

„Þarna eru upplýsingar sem gefa tilefni til þess að kanna hvað hafi gerst innan Háskólans.“ Hann hafi hlaupið frá því hlutverki sínu að vernda fræðimenn sína og einnig að vera vettvangur málefnalegrar gagnrýninnar umræðu og þess sem gerist í samfélaginu. Jafnframt hafi viðgengist einelti og Íslendingar umberi ekki slíkt lengur. Einnig hafi komið komi í ljós að grafið hafi verið undan þjóðkirkjunni með markvissum og skipulögðum hætti í langan tíma og það tengist beint þeirri umræðu að börn geti hvorki sótt helgileiki né messur tengdar jólunum innan skólanna.

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Póstkort - Póstkort
Langar þig í raunverulegt póstkort sent frá útlöndum? Skoðaðu www.postcrossing....
Til leigu
Herbergi, stofa og svefniherbergi ásamt snyrtingu til leigu í Austurbæ Kópavogs....
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. kattholt@kattholt.is // s;567 ...
Nissan Qashqai 2018
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...