Vill að HÍ bæti mannorðstjón og kostnað

mbl.is/Kristinn

„Það tjón sem ég hef orðið fyrir er óbætt. Háskólinn hefur ekki bætt mér lögfræðikostnaðinn sem hlaust af brotum siðanefndar Háskóla Íslands á eigin starfsreglum og siðareglum HÍ eins og hin óháða rannsóknarnefnd háskólaráðs staðfesti að hefði átt sér stað í skýrslu sem skilað var til ráðsins núna í haust,“ segir Bjarni Randver Sigurvinsson, stundakennari í guðfræði- og trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.

Þar á hann ekki aðeins við fjárhagslegt tjón heldur einnig tjón á mannorði. Hann komi til með að fylgja því eftir innan HÍ með kærum gagnvart þeim sem hafi brotið sem mest á honum. Greint var frá því í síðasta Sunnudagsmogga að sérstök rannsóknarnefnd skilaði í síðasta mánuði af sér skýrslu um störf siðanefndar og stjórnsýslu HÍ vegna málsmeðferðar kæru samtakanna Vantrúar á hendur Bjarna sem töldu að sér vegið í kennslu hans, án þess að sækja þó tíma.

Aðspurður segist Bjarni telja að bæði Þórður Harðarson, prófessor í læknisfræði sem var formaður siðanefndar, og Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor í vísindasögu og eðlisfræði sem einnig sat í nefndinni, eigi að víkja úr henni, „enda hafa þeir gerst brotlegir við siðareglur HÍ um málsmeðferð og margbrotið starfsreglur siðanefndarinnar, samkvæmt því sem skýrsla rannsóknarnefndar háskólaráðs hefur sýnt fram á. Ég skil ekki hvernig þeir geta setið áfram sem siðanefndarfulltrúar þegar slíkur úrskurður er kominn.“

Bjarni segist enn vera stundakennari við HÍ en hann hafi kennt við guðfræði- og trúarbragðafræðideild háskólans í mörg ár.

Unnið í góðri trú

Kristín Ingólfsdóttir, rektor við HÍ, segir málið flókið þegar spurt er hvort ekki hefði verið rétt að Þórður og Þorsteinn vikju úr siðanefnd. „Þeir sem hafa komið að málsmeðferðinni af hálfu siðanefndar hafa að mínu áliti gert það í góðri trú og viljað leita sátta þannig að enginn teldi á sig hallað,“ segir Kristín. Vantrú hafi dregið kæruna til baka á endanum og háskólaráð síðan skipað óháða nefnd til að fara yfir meðferð málsins að beiðni beggja aðila. Í ljósi framvindu málsins megi þó spyrja hvort HÍ hafi ekki haft nægilega skýrar málsferðarreglur til að styðjast við.

Varðandi lögfræðikostnað Bjarna segir Kristín að það gildi almennt um siðanefndir í íslensku réttarfari að lögfræðikostnaður sem stofnað er til vegna kæru til slíkra nefnda sé ekki greiddur af viðkomandi stofnun. Hún tekur jafnframt fram að mikilvægt sé að siðanefnd starfi sjálfstætt og án afskipta rektors, líkt og í þessu tilfelli, þar sem nefndin sé oft að skoða mál sem rektor á endanum beri ábyrgð á. Almennt sé því ekki við hæfi að rektor skipti sér af málsmeðferð þeirra mála. „Því tel ég ekki rétt að ég blandi mér í einstök efnisatriði,“ segir Kristín og vísar til bókunar háskólaráðs í kjölfar birtingar skýrslu óháðu nefndarinnar. Endurskoðun starfsreglna hafi farið fram til að koma til móts við þau sjónarmið sem koma fram í skýrslunni. „Það sem þetta hefur kennt okkur er að málsmeðferðarreglur verða að vera skýrar og ferli mála gagnsætt.“

Kristín hafnar því að skýrslan sé áfellisdómur yfir siðanefnd. Málið hafi undið upp á sig af mörgum ástæðum og orðið að stóru máli.

Vill að Alþingi skoði málið

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók mál Bjarna Randvers og Háskóla Íslands upp á Alþingi í gær. Hann telur að þingið eigi að skoða málið betur og vísar þar til umfjöllunar í síðasta Sunnudagsmogga.

„Þarna eru upplýsingar sem gefa tilefni til þess að kanna hvað hafi gerst innan Háskólans.“ Hann hafi hlaupið frá því hlutverki sínu að vernda fræðimenn sína og einnig að vera vettvangur málefnalegrar gagnrýninnar umræðu og þess sem gerist í samfélaginu. Jafnframt hafi viðgengist einelti og Íslendingar umberi ekki slíkt lengur. Einnig hafi komið komi í ljós að grafið hafi verið undan þjóðkirkjunni með markvissum og skipulögðum hætti í langan tíma og það tengist beint þeirri umræðu að börn geti hvorki sótt helgileiki né messur tengdar jólunum innan skólanna.

Innlent »

Fyrstu lömb vorsins

05:46 Fyrstu lömbin þetta vorið, að minnsta kosti í Dalabyggð, komu í heiminn síðasta miðvikudag, þann 14. mars. Frá þessu er greint á vefnum Budardalur.is. Meira »

Læknisvottorðum vegna fjarvista fækki

05:30 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur farið þess á leit við framhaldsskóla að þeir sníði mætingarreglur sínar með þeim hætti að heimsóknum á heilsugæslustöðvar vegna læknisvottorða fækki. Meira »

Vegakerfið þarf 170 milljarða

05:30 „Mér er fullkunnugt um hve staðan er slæm víða,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.   Meira »

Leggur til lækkun yfirvinnukaups

05:30 Þegar verslunar- og þjónustufyrirtæki auglýsa eftir starfsfólki í hlutastörf á yfirvinnutíma berst fjöldi umsókna. Illa gengur hins vegar að manna fullar stöður á hefðbundnum dagvinnutíma. Meira »

Vinna í ráðuneytum kortlögð

05:30 Vinnustundir starfsmanna ráðuneyta við gagnaöflun vegna fyrirspurna þingmanna verða framvegis skráðar sérstaklega og safnað saman. Þetta var ákveðið á fundi ráðuneytisstjóra í lok síðustu viku, en hverju svari við fyrirspurn munu fylgja upplýsingar um vinnu að baki henni. Meira »

Enginn bauð í biðskýlin

05:30 „Við buðum ekki í verkefnið. Það var af þeirri einföldu ástæðu að þetta var of dýrt,“ segir Einar Hermannsson, framkvæmdastjóri AFA JCDecaux á Íslandi, um nýafstaðið útboð Reykjavíkurborgar á strætóskýlum. Meira »

Hvetja fólk til að bóka bílastæði

05:30 Isavia hefur beint því til fólks sem hyggst leggja land undir fót um páskana og ferðast til og frá Keflavík á eigin bíl að bóka bílastæði við flugstöðina fyrirfram. Meira »

Hvalategundir hafa aldrei verið fleiri

05:30 „Þetta hefur aldrei farið eins vel af stað varðandi fjölda hvalategunda,“ segir Heimir Harðarson, skipstjóri hjá Norðursiglingu, um mikinn fjölda tegunda í Skjálfandaflóa undanfarið. Meira »

Taka á móti norskum skipum

05:30 Fjöldi norskra skipa hefur verið við höfnina á Fáskrúðsfirði undanfarna daga. Friðrik Mar Guðmundsson, forstjóri Loðnuvinnslunnar, segir að síðustu ellefu daga hafi Loðnuvinnslan tekið á móti sjö norskum skipum í hrognatöku. Meira »

Áfram milt veður næstu daga

Í gær, 22:41 Áfram er útlit fyrir hæglætisveður á öllu landinu næstu daga en það snýr í norðaustanátt með kólnandi veðri þegar líða fer á vikuna. Meira »

Ferðir spóa kortlagðar með GPS

Í gær, 21:42 „Þetta eru fyrstu frumniðurstöður og þær sýna að þessir fuglar eru að nota miklu stærri svæði en við höfum haldið,“ segir Tómas Grétar Gunnarsson vistfræðingur í samtali við mbl.is. Hann deildi fyrir skömmu mynd í Facebook-hópnum Fuglafréttir úr Rangárvallasýslu sem sýnir ferðir spóa, sem merktir voru með GPS sendum, á varptíma. Meira »

Snýr að sérhæfðara sjúkrahúsi

Í gær, 21:23 Í stjórnmálaályktun sem samþykkt var við lok landsfundar Sjálfstæðisflokksins í dag kemur meðal annars fram að farið verði tafarlaust í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. Meira »

Bóla eða breytingar í vændum?

Í gær, 20:21 „Þetta er mjög spennandi og fær vonandi fleiri til að hugsa um þessa hluti. Það verður gaman að fylgjast með hvernig þetta þróast. Við verðum svo að sjá hvað kemur í kjölfarið eða hvort þetta þetta sé bara sniðug bóla á Twitter,“ segir ráðgjafi og verkefnastjóri hjá Stígamótum um #karlmennskan Meira »

Íhuga að sniðganga HM

Í gær, 19:11 Ríkisstjórn Íslands íhugar að sniðganga heimsmeistaramótið í knattspyrnu sem fer fram í Rússlandi í sumar. Með þessu vill hún styðja Breta sem saka Rússa um að hafa eitrað fyrir rússneskan gagnnjósnara og dóttur hans á breskri grund. Þó ert skýrt að leikmenn og aðdáendur verða á sínum stað. Meira »

Sex metra Bola-dósin komin í leitirnar

Í gær, 18:25 Sex metra Bola-dósin, sem lýst var eftir fyrr í dag, er komin í leitirnar. „Kæru vinir Boli er fundin takk elskurnar,“ skrifar Böðvar Guðmundsson á Facebook en hann lýsti eftir dósinni upp úr hádegi. Meira »

Fólk deyr á biðlista inn á Vog

Í gær, 19:31 „Biðlisti inn á Vog er í eðli sínu mjög líkur biðlista inn á bráðamóttöku. Fólk deyr á þessum biðlista,“ skrifar Arnþór Jónsson, formaður framkvæmdastjórnar SÁÁ, í pistli sínum á heimasíðu samtakanna. Meira »

„Það er ekkert óhreint við þetta fólk“

Í gær, 18:34 „Frelsissviptingin er það erfiðasta sem við getum gengið í gegnum,“ segir Jón Ársæll Þórðarson. Síðustu vikur hefur hann skyggnst inn í líf fanga þáttunum Paradísarheimt. Sjálfur fékk hann smjörþefinn af frelsissviptingu á unglingsárunum, þegar hann eyddi nótt í fangelsinu í Síðumúla. Meira »

Hundrað ára rakarastóll

Í gær, 18:06 „Það má alveg slá því föstu að þetta sé stóll úr rakarastofunni í Eimskipafélagshúsinu og mjög líklega einn af stólunum sem voru þar þegar stofan var opnuð árið 1921,“ segja Þorberg Ólafsson og Kolbeinn Hermann Pálsson, sem báðir störfuðu á stofunni. Meira »
Alhliða múr- og viðhaldsþjónusta
Tökum að okkur viðhald fasteigna s.s. alhliða múrverk/viðgerðir, flísalagnir, fl...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
 
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L helgafell 6018031419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Breyting á aðalskipulagi
Tilboð - útboð
Breyting á Aðalskipulagi Skorradalshrepp...