„Verður vonandi bara sem fyrst“

Guðmundur Felix Grétarsson Kær kveðja, Ylfa Kristín K. Árnadóttir, blaðamaður …
Guðmundur Felix Grétarsson Kær kveðja, Ylfa Kristín K. Árnadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, mbl.is

„Það er einn á undan mér, einhver Ítali sem þarf að fá einn framhandlegg. Hann fer á biðlista í janúar og ég fer bara út um leið og hann er búinn.“

Þannig mælir Guðmundur Felix Grétarsson sem stefnir að því að fara til Frakklands í handaágræðslu en hann missti báða handleggi sína í vinnuslysi árið 1998.

Guðmundur hóf söfnun fyrir aðgerðinni í september síðastliðnum og hafa nú að hans sögn safnast um 33 milljónir króna og vantar þá sjö milljónir upp á að hann geti fjármagnað aðgerðina að fullu.

„Þetta verður vonandi bara sem fyrst. Það gæti vel gerst að hann fari í aðgerð viku eftir að hann fer á biðlistann. Ég er búinn að selja íbúðina mína og er að gera allt til þess að vera tilbúinn og geta farið með litlum fyrirvara.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert